Viðtöl, örfréttir & frumraun
Íslenskir matreiðslumenn í stjórn Slow Food
Slow Food Reykjavíkur hélt aðalfund nú fyrir stuttu og fór fundurinn fram á Zoom fjarskiptaforritinu.
Á dagskrá var meðal annaras stefnumótun næsta árs og kosning stjórnar. Dominique Plédel Jónsson gaf ekki kost á sér til formennsku, en hún hefur verið formaður síðan árið 2008.
Ný stjórn er eftirfarandi:
Dóra Svavarsdóttir var kosin formaður, en hún er matreiðslumeistari að mennt og eigandi veisluþjónustunnar Culina.
Axel Sigurðsson frá Selfossi, en hann útskrifaðist úr Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
Sif Matthíasdóttir frá Stykkishólmi.
Ægir Friðriksson, matreiðslumeistari og kennari í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi.
Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari og fulltrúi Íslands í Slow Food Nordic.
Varamenn eru:
Gunnþórunn Gunnarsdóttir
Jóhanna Vilhjálmsdóttir
Mynd: aðsend

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri