Viðtöl, örfréttir & frumraun
Íslenskir kokkar kíkja í heimsókn til Agnars Sverrissonar
Á heimasíðu Klúbb-Matreiðslumeistara ber að líta pistil frá matreiðslumeistaranum Sverrir Halldórsson, en þar segir hann frá sinni reynslu þegar collegi hans Bjarni Þór kíktu í heimsókn til Agnars Sverrissonar á Le Manor aux Quat´Saisons, sem er veitingastaður hins heimsfræga Raymond Blanc í Oxford Englandi.
Heimsókn til Agnars Sverrissonar á Le Manor aux Quat´Saisons
Veitingastað Raymond Blanc í Oxford Englandi
Við flugum út með síðdegisflugi Iceland Express Miðvikudaginn 15. Mars og lentum á Stansted um 18:30 og vorum komnir inn á hótelið rúmlega 19:30, en við gistum á RadissonSAS Stansted, tékkuðu okkur inn mæltu okkur mót um 20:00 á The Wine Tower barnum fræga.
Hann er 13 metra hár glerkassi í miðju lobbýinu þar sem pláss er fyrir 4000 flöskur og fimleikastúlkur leika listir sínar hangandi í taug sem fer upp og niður og ná í leiðinni í þær vínflöskur sem gestir hafa pantað.
Sátum við Bjarni drykklanga stund og veltum fyrir okkur hvort við ættum að fá okkur að borða eða bara horfa á dömurnar.
Fimmtudagsmorgun kl 06:45 vorum við mættir í morgunmat og kl 07:30 tókum við Stanstedexpress lestina til London, þar þurftum við að fara með neðanjarðarlestinni á milli lestarstöðva og tókum svo Oxford lestina frá Paddington til Oxford og frá stöðinni leigubíl síðasta spölinn og vorum komnir til Agnars kl 11:45, um það bil 4 klukkutíma ferð.
Var tekið á móti okkur af miklum myndarskap og boðið til sætis í barherbergi, kom Agnar til okkar þar og eftir formlegheitin barst talið að mat og var sæst á að Agnar fengi að ráða matnum og eftir matinn yrði staðurinn skoðaður. Hófst nú hin mesta matarorgía og þegar yfir lauk, þremur og hálfum tíma og þrettán réttum seinna, voru við passlega saddir:
Matseðill hjá Agga
Canapé
*
Beetroot Terrine
*
Confit of Landais foie gras with rhubarb compote;
toasted sour dough bread
*
Salad of Cornish crab, curry and mango;
natural yoghurt and caviar
*
Roasted scallops and avocado, scallop tartare;
pickled vegetables
*
Roasted loin and braised cheek of suckling pig,
apple compote,crispy asian pork belly
*
Cornish red mullet, fricassée of squid;
salted cod brandade and bouillabaisse jus
*
Pan-fried sea bass and Scottish langoustine,
smoked mashed potatoes; star anis
*
Roasted „Anjou“ squab and celeriac choucroute; juniper sauce
*
„Carpaccio“ of blood orange with its own sorbet
*
Tiramisu flavours, cocoa sauce and coffee bean ice-cream
*
Valrhona „Araguani 72%“ chocolate mousse,
lemon butterscotch sauce and almond milk crème glacée
*
Petit Four
Þjónustan frábær sem og maturinn, síðan fór Agnar með okkur skoðunarferð um staðinn inn í eldhús, kæla, lager og var það skemmtileg upplifun.
Í eldhúsinu vinna 50 manns og þar af 30 alltaf á vakt, Agnar stjórnar daglegri keyrslu í eldhúsinu, titlaður Head Chef og er eins og menn voru í gamla daga á pinnanum en nú er það tússtaflan, ekki var síður gaman að sjá hve honum virtist líða vel í Oxford.
Einnig sýndi hann okkur nokkur herbergi á óðalinu en verð á þeim er frá 300 til 1400 pund nóttin.
Í garði baka til rækta þeir eigið grænmeti og kryddjurtir og á ársgrundvelli er ræktað um 90 grænmetistegundir og 70 tegundir kryddjurta og eru 10 garðyrkjumenn í fullu starfi við það og á matseðlinum þar sem yfirmenn eru skráðir er garðyrkjumaður skráður eins og yfirþjónn og yfirmatreiðslumaður.
Um hálfsex leytið kvöddum við Agnar með virktum og héldum til Lundúna í leit að ævintýrum og ekki stóð á þeim.
Í London var stefnan tekin á Restaurant í Chelsea hjá Tom Eiken, en hjá þeim manni vann Agnar áður og stuttu máli að segja að olli það okkur miklum vonbrigðum, en nóg um það.
Hófst þá ferðin til hótelsins og tókum við leigubíl upp á Liverpool Street stöðina til að ná Standstedexpress og vorum við þar um miðnætti og fórum við að leita eftir platformi þar sem lest væri og upphófst meirháttar ruglingur, við lásum á aðkomu skilti en ekki brottför og á endanum höfðu við upp úr einum starfsmanni að síðasta lest til Stansted hefði farið fyrir klukkutíma og næsta lest færi eftir 4 klukkutíma og bætti svo við að það færi rúta kl 02:00 og vorum við ekki sáttir með þetta, þannig að við ákváðum að taka leigubíl til Standsted og hittum á gamlan breta sem bílstjóra og gáfum við honum strax nafnið Nonni.
Þetta var um klukkutíma akstur og svona um miðja leið þegar Nonni var kominn í 140 km hraða fórum við að finna rosalega hitalykt og vorum við á nálum að vélin eða eitthvað verra væri í aðsigi og um tíma fylgdumst við með út um gluggana á bílnum hvort afturhjólin væru nokkuð að fara framúr frammhjólunum, en Nonni var seigur og skilaði okkur á hótelið á endanum og þegar við komum inn á hótelið voru 18 tímar liðnir frá við lögðum af stað um morguninn og fórum beint í bælið.
Föstudagsmorgun eftir morgunmat fórum við inn til London aftur því við áttum pantað í lunch á Savoy Grill gamla vinnustaðnum, en þar ræður ríkjum Gordon nokkur Ramsey og vorum við ánægðir með viðurgjörninginn þar og héldum við sælir og ánægðir út á The Strand og spókuðu um í Lundúnakuldanum þar til lestin færi til Stansted og heilt yfir sáttir með ferðina.
Höfundur er Sverrir Þór Halldórsson og með í för var Bjarni Þór Ólafs.
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi