Keppni
Íslenskir keppendur undirbúa sig fyrir Euroskills í Danmörku
Undirbúningur íslenska hópsins fyrir Evrópumót iðn- og verkgreina, Euroskills, stendur nú sem hæst. Þrettán einstaklingar keppa fyrir Íslands hönd í Herning í Danmörku dagana 9. til 13. september. Með þeim í för verða 14 sérfræðingar sem styðja keppendur í undirbúningi og keppni, en gegna einnig hlutverki dómara á mótinu.
Keppendur unnu sér þátttökurétt með frábærum árangri í innlendum keppnum, meðal annars á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Euroskills er stærsta mót sinnar tegundar í Evrópu og laðar að sér um 600 keppendur sem reyna með sér í 38 greinum.
Íslenska liðið á fulltrúa í fjölbreyttum greinum, þar á meðal í matreiðslu, framreiðslu, málmsuðu, pípulögnum, rafeindavirkjun, rafvirkjun, iðnaðarstýringum, trésmíði, grafískri miðlun, bakstri, hársnyrtiiðn, málun og bifvélavirkjun.
Á dögunum hittist hópurinn á Stórhöfða þar sem lögð var áhersla á andlegan undirbúning, auk þess sem farið var yfir ýmis praktísk atriði er tengjast keppninni og ferðalaginu sjálfu. Andlegur styrkur er mikilvægur þáttur í undirbúningi fyrir keppni af þessu tagi.
Keppendur fyrir Íslands hönd á Euroskills verða:
| Matreiðslumaður | Andrés Björgvinsson | |
| Framreiðslumaður | Daníel Árni Sverrisson | |
| Bakari | Guðrún Erla Guðjónsdóttir | |
| Rafvirki | Daniel Francisco Ferreira | |
| Iðnaðarstýringar | Gunnar Guðmundsson | |
| Trésmíði | Freyja Lubina Friðriksdóttir | |
| Málmsuða | Sigfús Björgvin Hilmarsson | |
| Pípulagnir | Ezekiel Jakob Hanssen | |
| Grafísk miðlun | Jakob Bjarni Ingason | |
| Rafeindavirki | Einar Örn Ásgeirsson | |
| Hársnyrtiiðn | Bryndís Sigurjónsdóttir | |
| Málun | Hildur Magnúsdóttir | |
| Bifvélavirkjun | Adam Stefánsson | |
Hægt er að lesa nánar um keppnina á heimasíðu matvis.is.
Mynd: matvis.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt1 dagur síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni9 klukkustundir síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó






