Vertu memm

Keppni

Íslenskir keppendur undirbúa sig fyrir Euroskills í Danmörku

Birting:

þann

Íslenskir keppendur undirbúa sig fyrir Euroskills í Danmörku 2025

Undirbúningur íslenska hópsins fyrir Evrópumót iðn- og verkgreina, Euroskills, stendur nú sem hæst. Þrettán einstaklingar keppa fyrir Íslands hönd í Herning í Danmörku dagana 9. til 13. september. Með þeim í för verða 14 sérfræðingar sem styðja keppendur í undirbúningi og keppni, en gegna einnig hlutverki dómara á mótinu.

Keppendur unnu sér þátttökurétt með frábærum árangri í innlendum keppnum, meðal annars á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Euroskills er stærsta mót sinnar tegundar í Evrópu og laðar að sér um 600 keppendur sem reyna með sér í 38 greinum.

Íslenska liðið á fulltrúa í fjölbreyttum greinum, þar á meðal í matreiðslu, framreiðslu, málmsuðu, pípulögnum, rafeindavirkjun, rafvirkjun, iðnaðarstýringum, trésmíði, grafískri miðlun, bakstri, hársnyrtiiðn, málun og bifvélavirkjun.

Á dögunum hittist hópurinn á Stórhöfða þar sem lögð var áhersla á andlegan undirbúning, auk þess sem farið var yfir ýmis praktísk atriði er tengjast keppninni og ferðalaginu sjálfu. Andlegur styrkur er mikilvægur þáttur í undirbúningi fyrir keppni af þessu tagi.

Keppendur fyrir Íslands hönd á Euroskills verða:

Matreiðslumaður Andrés Björgvinsson
Framreiðslumaður Daníel Árni Sverrisson
Bakari Guðrún Erla Guðjónsdóttir
Rafvirki Daniel Francisco Ferreira
Iðnaðarstýringar Gunnar Guðmundsson
Trésmíði Freyja Lubina Friðriksdóttir
Málmsuða Sigfús Björgvin Hilmarsson
Pípulagnir Ezekiel Jakob Hanssen
Grafísk miðlun Jakob Bjarni Ingason
Rafeindavirki Einar Örn Ásgeirsson
Hársnyrtiiðn Bryndís Sigurjónsdóttir
Málun Hildur Magnúsdóttir
Bifvélavirkjun Adam Stefánsson

Hægt er að lesa nánar um keppnina á heimasíðu matvis.is.

Mynd: matvis.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið