Smári Valtýr Sæbjörnsson
Íslenskir fagmenn í stjórnunarstöðum í nýju tónleikahúsi í Noregi
Í Konserthuset í Stavanger í Noregi starfa fimm íslenskir fagmenn, þau Valdimar Einar Valdimarsson framreiðslumeistari, Jóhann Karl Hirst, Guðrún Hildur Eyjólfsdóttir framreiðslumenn, Stefán Ingi Svansson matreiðslumeistari og Egill Logi Hilmarsson matreiðslumaður. Tónleikahúsið Konserthuset sem reist var í fyrra er oft líkt við Hörpuna, en Konserthuset er með gott úrval af sölum frá litlum VIP fundasölum með einstakt útsýni, til stærri tónleika sali sem hefur pláss fyrir 1.500 manns í sæti og annar fyrir 2.000 manns í standandi tónleika.
Á fyrstu hæð tónleikahússins er staðsettur veitingastaður sem heitir Spiseriet. Þetta er spennandi veitingastaður með marga þekkta kokka m.a. Gunnar Hvarnes, en hann hefur unnið til margra verðlauna þar með talið bronsverðlaun í Bocuse d’Or international árið 2011. Matseðillinn er samansettur af alþjóðlegum réttum allt frá Green Curry súpu með lúðu til entrecôte með bearnaise.
Veitingastaðurinn Spiseriet tekur um 200 manns í sæti í lokuðum veisluhöldum og eru mörg kvöld fullbókuð þegar vinsælir tónleikar eiga sér stað í húsinu. Þótt Spiseriet reyni að koma fram sem „veitingastaður fólksins“ er mesti parturinn fólk frá aldrinum 35 og upp úr,
….sagði Valdimar veitingastjóri hjá Spiseriet í samtali við veitingageirinn.is.
Á Spiseriet er hægt að fá létta rétti, og svo 5 rétta matseðil sem eldhúsið kemur með sem „Surprice“ fyrir hvert kvöld. Með 5 rétta matseðlinum er hægt að fá vínpakka sem er samansettur af góðum vínum sem passa best með hverjum rétti fyrir sig. Einnig er veitingastaðurinn opinn í hádeginu frá 11:00-15:00 og er mikið um fólk úr viðskiptalífinu sem taka hádegisfundina sína á veitingastaðnum. Þetta er mjög vinsælt vegna útsýnisins, gæða matar og góðrar þjónustu.
Eins og fram hefur komið, þá eru fimm íslenskir fagmenn sem starfa í Konserthuset og forvitnaðist veitingageirinn.is aðeins um þau:
Valdimar Einar Valdimarsson – Framreiðslumeistari
Valdimar Einar Valdimarsson 26 ára gamall, en hans fyrstu skref í þjóninum voru hjá Sommelier sem var og hét á Hverfisgötunni þegar hann var að nálgast 17 ára aldurinn og var þar í tæpt hálft ár áður en þeir hættu starfsemi. Nordica Hotel er lærdómsstaður Valdimars frá janúar 2004 til sumarsins 2006. Þar eftir var hann ráðinn inn sem vaktstjóri á VOX og starfaði þar til lok sumars 2008. Með vaktstjórastöðunni fór hann í meistaranámið og útskrifaðist þaðan veturinn 2008.
Í janúar 2009 var stefnan til Noregs nánar tiltekið Stavanger og þar fór hann í Hótelstjórnunarnámið í Universitet af Stavanger og með skólanum starfaði hann á veitingastaðnum Sjøhuset Skagen sem aðstoðar veitingastjóri og í móttöku á Rica Park Hotel Stavanger. Valdimar útskrifaðist úr Hótelstjórnunarnámið 15. maí 2013 og í beinu framhaldi skrifaði hann undir samning hjá Konserthuset sem veitingastjóri hjá Spiseriet, veitingastað tónleikahússins.
Jóhann Karl Hirst – Framreiðslumaður
Jóhann Karl Hirst, lærði á Perlunni og vann síðar á Hilton Reykjavik Nordica og Argentínu. Hann vinnur sem vaktstjóri (Hovmester) yfir veislusölunum, barnum og fundasölunum. Allt sem hefur með veitingar að gera fyrir utan neitingastaðinn.
Guðrún Hildur Eyjólfsdóttir – Framreiðslumaður
Guðrún Hildur Eyjólfsdóttir, lærði á Nordica Hótel og vann síðar á Silfri og aftur á Hilton Reykjavik Nordica. Hún vinnur sem vaktstjóri (Hovmester) á veitingastaðnum Spiseriet.
Stefán Ingi Svansson – Matreiðslumeistari
Stefán lærði á Hótel Sögu og starfaði sem yfirkokkur á Turninum í Kópavogi áður en hann flutti til Noregs og hóf strax störf hjá Konserthúsinu og er yfirkokkur hjá Wilberg sem sér um stóru veislurnar og viðburði á Konserthúsinu.
Egill Logi Hilmarsson – Matreiðslumaður
Egill lærði á Humarhúsinu og síðasti vinnustaðurinn hans áður en hann flutti frá Íslandi var Fiskmarkaðurinn. Þegar hann kom til Noregs vann hann fyrst á Radisson Atlantic sem vaktstjóri og starfar nú hjá Wilberg sem aðstoðaryfirkokkur í stóru veislunum og viðburðunum á Konserthúsinu.
Spiseriet matseðlar:
Myndir: Aðsendar
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum