Vín, drykkir og keppni
Íslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
Bartenders’ Choice Awards (BCA) hafa á undanförnum árum skipað sér sess sem mikilvægur vettvangur á Íslandi, þar sem heiðraðir eru þeir sem skara fram úr í veitinga- og barheiminum.
Verðlaunin fagna framúrskarandi barþjónum, veitingastöðum og listinni að gera kokteila sem hefur sett mark sitt á drykkjamenningu landsins. BCA veitir bæði viðurkenningu og innblástur til að lyfta þjónustu og gæðum upp á næsta stig.
Ísland tekur nú í 8 skipti þátt og hefur íslensk dómnefnd tilnefnt sína aðila.
Dómnefndin kýs einstaklinga og staði í eftirfarandi flokkum:
Besti barþjónn
Upprennandi barþjónn (Rising Star)
Besti kokteilbarinn
Besti nýi kokteilbarinn
Framlag til þróunar bargeirans (Improver of the bar industry)
Besta andrúmsloftið
Besti kokteilseðillinn
Besti kokteillinn
Besti veitingastaðurinn
Val fólksins
Fagsíður
Jakob, Joel og Andreas frá Bartender Choice Awards koma til landsins næstu helgi, bæði til að skoða kokteilmenninguna hér á landi og um leið tilnefna þá aðila og bari sem voru tilnefndir til úrslita í ár. Verður viðburðurinn haldin á Kalda bar, sem er nú reglulegur sigurvegari verðlauna BCA. Er heimsókn þessi í samstarfi við Drykkur heildsölu sem er umboðsaðili Diplomatico rommsins og Gin Mare sem verður styrktaraðili Íslensku heimsóknarinnar ásamt Thomas Henry Mixer sem er alþjóðlegur styrktaraðili.
Í þetta skiptið verður Ísland þeirra 4 landið sem þeir taka í sinni nomination tour um norðurlöndin til að opinbera hverjir eru tilnefndir til hinna virtu BCA-verðlauna. En hægt verður að sjá tilnefningarnar frá hverju landi með því að fylgja þeim á @bartenderschoiceaward
Hefst viðburðinn á Kalda bar, sunnudaginn 18. janúar klukkan 20:00 og við hvetjum alla kokteilaunnendur og fagfólk til að mæta, njóta góðra drykkja og frábærrar stemningar.
Sérfræðingar BCA og kokteilsérfræðingar Kalda Bar bjóða upp á skemmtilegan kokteilseðil með Diplomatico, Gin Mare og Thomas Henry, sem verður á bransavænu verði fyrir gesti viðburðarins.
Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af.
Jakob Sundin, einn eigenda, deildi á dögunum þessari tilkynningu innan barþjónasamfélagsins.
BCA Nominations Tour 2026!
Hello everyone!
Join us when we kick start the new year and continue the Nominations Tour on January 18 by announcing the Icelandic nominees at Kaldi Bar, together with our friends from Thomas Henry, Drykkur, Gin Mare & Diplomatico Rum.
Good times and delicious drinks like always. See you there, cheers!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir7 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu







