Markaðurinn
Íslenskir barþjónar dáðust að óáfengum dósakokteilum
Stockholms Bränneri Distillery var stofnað árið 2015 og ber þann heiður að vera fyrsta krafteimingarhúsið í Stokkhólmi. Að baki verkefninu standa hjónin Calle og Anna, sem hófu feril sinn í brugglistinni með því að framleiða fyrsta gin sitt fyrir eigin brúðkaup.
Með þeirri tilraun kviknaði hugmyndin að Stockholms Bränneri, þar sem markmiðið hefur frá upphafi verið að heiðra norræna arfleifð, byggja á handverki og nota einungis hráefni í hæsta gæðaflokki.
Framleiðslan hefur vaxið jafnt og þétt síðustu tíu ár, en ávallt með sömu hugsjón að leiðarljósi: vandvirkni og gæði umfram allt. Í dag er Stockholms Bränneri þekkt víða fyrir fjölbreytt úrval drykkja sem bera með sér skýran norrænan svip.
Drykkur heildsala hefur nýverið bætt tveimur nýjum vörum frá Stockholms Bränneri í íslenskt úrval. Um er að ræða óáfenga kokteila í dós, Spicy Pink Paloma og Apéro Soda, sem nú þegar hafa vakið verðskuldaða athygli.
Þegar Drykkur leiddi hóp íslenskra barþjóna í heimsókn á brennsluna í tengslum við Bartender Choice Awards í ár, voru þessir drykkir þeir fyrstu sem boðið var upp á. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Allir voru sammála um að bragðgæði og jafnvægi drykkjanna væru einstök. Það var ekki fyrr en eftir smökkunina sem gestirnir fengu að vita að hér væri um óáfenga kokteila að ræða, sem kom mörgum á óvart.
Margir barþjónanna lýstu því yfir að þeir hefðu vart trúað því að drykkirnir væru óáfengir, og beindu þeim tilmælum til Drykkur að flytja þá þegar inn til Íslands. Þau tilmæli voru tekin til greina og eru Spicy Pink Paloma og Aporeo Soda nú orðin aðgengileg á íslenskum markaði.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup









