Keppni
Íslenska bakaralandsliðið keppir í Stokkhólmi um helgina

Íslenska bakaralandsliðið sem fer utan til að keppa í Norðurlandakeppni í bakstri.
Talið frá vinstri: Ásgeir Þór Tómasson, þjálfari liðsins, Anna Magnea Valdimarsdóttir, Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir, Birgir Þór Sigurjónsson, Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, Stefán Hrafn Sigfússon og Daníel K. Ármannsson.
Íslenska bakaralandsliðið tekur þátt í Norðurlandakeppni í bakstri sem fram fer í Stokkhólmi um næstu helgi. Í landsliðinu eru sex ungir bakarar sem hafa á undanförnum mánuðum æft sig í gerð ýmis konar brauðmetis og gerð skrautstykkis. Landsliðið keppir á vegum Landssambands bakarameistara, LABAK, við lið frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi.
Keppt er í þremur flokkum, brauðgerð, gerð sætra smástykkja og gerð skrautstykkis sem verður að vera að öllu leyti úr ætilegu hráefni. Þema keppninnar er kvikmyndir og er bökurunum frjálst að velja hvað sem er innan þess þema. Íslenska liðið valdi kvikmyndina Mary Poppins og eru öll keppnisstykkin tengd myndinni á einhvern hátt.
Þjálfari bakaralandsliðsins er Ásgeir Þór Tómasson, fagstjóri baksturs í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Hægt er að fylgjast með liðinu á Snapchat undir „landslidbakara“.
Bakaralandsliðið heldur utan á morgun fimmtudag.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?