Vertu memm

Keppni

Íslenska bakaralandsliðið keppir í Danmörku

Birting:

þann

Landslið bakara

Íslenska bakaralandsliðið tekur þátt í Nordic Bakery Cup 2018, sem fram fer í Herning í Danmörku dagana 17. – 19. mars næstkomandi.

Liðið skipa Birgir Þór Sigurjónsson, yfirbakari hjá Brauð & co sem lagar brauð, Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir, bakari hjá Sandholt lagar rúlluð deig og brios, og Ásgeir Þór Tómasson, bakarameistari og fagstjóri bakaradeildarinnar í Hótel- og matvælaskólanum, sem lagar skrautstykki. Þemað í keppninni er Sport.

Daníel K. Ármannsson, yfirbakari hjá IKEA, verður dómari.

Liðið er búið að æfa saman og í sitthvoru lagi síðan í október, bæði á sínum vinnustöðum og í bakaríi Hótel- og matvælaskólans um kvöld og helgar. Hópurinn heldur utan föstudaginn 16. mars.

Á æfingatímanum hefur liðið fengið handleiðslu frá mörgum meisturum, má þar nefna Jimmy Griffin, írskum stórmeistara, sem tók fyrir rúlluð deig og súrdeigsbrauð með liðinu í Hótel- og matvælaskólanum. Jimmy hefur dæmt margar af stærri keppnum í bakstri og voru leiðbeiningar hans mikilvægar fyrir svo ungt lið eins og bakaralandsliðið er.

Christophe Debersee, heimsmeistari í skrautstykkjabakstri frá 2008, kom og leiðbeindi liðinu ásamt því að halda námskeið fyrir bakara og nemendur bakaradeildarinnar sem voru að undirbúa sig fyrir nemakeppni í bakstri. Var heimsókn hans stórkostleg upplifun enda er maðurinn hokinn af reynslu og hefur þjálfað mörg landslið síðastliðin 10 ár.

Kennslubakaríinu í Hótel- og matvælaskólanum var stillt upp eins og um keppnissvæði væri að ræða, þ.e.a.s. ekki mátti vinna nema á takmörkuðu svæði þar sem uppmæld lengd og breidd vinnuborða var eins og verður á keppnissvæðinu. Æfingar hafa gengið vel og hafa margir komið að allri undirbúningsvinnu.

Dagskrá keppninnar í Herning er eftirfarandi:

Laugardagur 17.03.2018
Kl. 16:00 – 17:00, keppendur koma sér fyrir í keppnisbakaríum.
Kl. 17:30 – 19:00, keppni stendur yfir.

Sunnudagur 18.03.2018
Kl. 07:00, skrautstykkjabakarar byrja og vinna til kl. 14:00.
Kl. 09:00, hinir tveir byrja og klára kl. 16:00.

Það verður hægt að fylgjast með liðinu á bakarasnappinu undir heitinu landslidbakara.

Myndir: skjáskot af snapchat aðgangi landslidbakara

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið