Eldlinan
Íslensk veitingahjón með glæsilega veisluþjónustu í Noregi
Fyrir um 7 árum fóru þau hjónin Hafsteinn Sigurðsson og Guðrún Rúnarsdóttir til Noregs. Þau byrjuðu að vinna á Bolkesjø Hotel fyrstu 3 árin og fluttu þau síðan í næsta bæ Kongsberg, Hafsteinn fór að vinna á Quality Hotel Grand og Guðrún fór að vinna á Gamlegrendåsen Barnehage, en fljótt þróaðist málin þannig að þau ákváðu að stofnsetja litla veisluþjónustu sem þau skírðu Det lille Extra.
Det lille Extra hefur ört vaxað í eitt af virtustu veisluþjónustu í héraðinu Buskerud í Noregi. Nýverið festi veisluþjónustan Det lille Extra kaup á gömlu og virðulegu húsi sem er ca 540 fm, það er talið vera 300 til 500 ára gamalt. Húsið var byggt fyrir yfirmanninn í silfurnámunum. Det lille Extra húsið tekur 50 manns í sæti, stóri salurinn tekur 100 manns í sæti, barinn tekur 50 manns í sæti, arinn stofan tekur 20 manns og garðurinn tekur um 80 manns.
Húsið sem veisluþjónustan Det lille Extra keypti, var í eigu Odd-Fellow í 40 ár en þau hjónin Hafsteinn og Guðrún voru búinn að vera leigjendur hjá þeim í 2 mánuði en Odd-Fellow hefur nú fest kaup á stærra húsnæði ásamt Frímúrurum og 2 öðrum félögum. Í nýja húsnæðinu Odd-Fellow og Co, er ca. 650 fm veislusalur sem þau hjónin koma til með að sjá alfarið um rekstur á þeim sal.
Gamalt fangelsi verður af glæsilegum veitingastað
Vegna mikilla metnaðar í hjónunum hafa fjöldinn allur af fyrirtækjum óskað eftir þeim til að sjá um rekstur á hinum og þessum veislusölum og veitingahúsum þar á bæ en til gamans má geta að nú standa þau hjónin í samningaviðræðum við stórt byggingarfyrirtæki „Profier“ um að reka veitingastað í gamla fangelsinu þar á bæ, en fangelsið var lagt niður fyrir ca 15 árum. Byggingafyrirækið mun standa í miklum breytingum og endurbætum á fangelsinu en fyrirhugaður opnunartími er 1.júli 2006 . Þau hjónin eru von um glöð yfir móttökunum sem þau hafa fengið í bænum Kongsberg og er nóg að snúast, enda ör vöxtur á Det lille Extra veisluþjónustunni eða öllu nær Det store Extra.
Að lokum vilja þau koma á framfæri kærri kveðju til allra á Íslandi og ef þú átt leið hér um að endilega kíkja við, það er alltaf heitt á könnunni.
Ef þú vilt hafa samband við þau, þá er emailið þeirra [email protected] www.detlilleextra.net
Kíkið á myndir af Det lille Extra með því að smella hér.
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi