Keppni
Íslensk sumarnótt vann hjörtu dómara – Thelma Lind sigraði SCW Open
- Þátttakendur í vinnustaðakeppninni
- Þátttakendur í opnu kokteilakeppni Stykkishólms
Stykkishólmur breyttist í suðupott kokteilmenningar um helgina þegar Stykkishólmur Cocktail Week fór fram með glæsibrag. Hátíðin, sem skipuleggjendur lýsa glaðlega sem „stórustu“ kokteilahátíð landsins, var haldin í samstarfi veitingastaða í Hólminum og Barþjónaklúbbs Íslands, með stuðningi frá Mekka Wines & Spirits.
Fimm staðir tóku þátt í hátíðinni: Narfeyrarstofa, Hótel Egilsen, Sjávarpakkhúsið, Skipper og Fosshótel Stykkishólmur. Þeir bjóða allir upp á sérhannaða kokteilaseðla fyrir tilefnið — og gott betur, því hægt er enn að njóta þessara drykkja!
Lokahelgi hátíðarinnar náði hámarki sunnudaginn 22. júní á Fosshotel Stykkishólmi með tveimur spennandi keppnum: Annars vegar kepptu veitingastaðirnir sín á milli um titilinn SCW kokteill ársins og hins vegar var haldin SCW Open – Hanastél í Hólminum, opin keppni fyrir fag- og áhugafólk í kokteilaheiminum. Þema keppninnar var íslensk náttúra.

Hótel Egilsen, sigraði vinnustaðakeppnina og eru því með SCW kokteil ársins í boði hjá sér – hann heitir ,,Welcome to the Jungle“. Það var hann Chris sem sýndi listir sína og hristi kokteilinn fyrir dómnefnd fyrir hönd Egilsen.
Hótel Egilsen fór með sigur af hólmi í vinnustaðakeppninni með drykkinn „Welcome to the Jungle“, hristan af barþjóninum Chris sem heillaði dómnefndina með stíl og nákvæmni. Drykkurinn er nú að finna á seðli þeirra á Hótel Egilsen.

Hólmarinn, Bóndinn og Barþjónninn Thelma Lind Hinriksdóttir kom sá og sigraði kokteilakeppni í Hólminum!
Thelma Lind Hinriksdóttir sigraði fyrstu opnu kokteilakeppni Stykkishólms með drykkinn „Íslensk Sumarnótt“
Í opnu keppninni var það engin önnur en Thelma Lind Hinriksdóttir á Narfeyrarstofu sem sló í gegn með kokteilinn sinn „Íslensk Sumarnótt“. Thelma, sem einnig er bóndi og sannkallaður Hólmari, náði að heilla dómara með bæði smekk og framkomu — og hlaut verðskuldað fyrsta sætið.
Úrslit SCW Open – Hanastél í Hólminum:
1. sæti – Thelma Lind Hinriksdóttir (Narfeyrarstofa) með „Íslensk Sumarnótt“
2. sæti – Jón Helgi Guðmundsson (Óbarinn) með „Wabbit Season“
3. sæti – Adam Kiss (Fosshótel Stykkishólmur) með „Surreal Gimlet“
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri







