Viðtöl, örfréttir & frumraun
Íslensk matar-, og kokteilveisla í Noregi
Það verður sannkölluð íslensk matarveisla í Noregi, dagana 14. – 17. júní, þegar þeir félagarnir Andreas, Jakob og Róbert verða með PopUp á veitingastaðnum Majorens Kro & Stue sem staðsettur er í bænum Fredrikstad í Noregi.
Mikael Hólm Óskarsson, yfirkokkur Majorens og Andreas kynntust þegar þeir voru matreiðslunemar á Dill, en þeir útskrifuðust saman árið 2019. Það var sameiginlegur draumur þeirra beggja að skapa eitthvað nýtt og skemmtilegt sem loksins er orðið að veruleika.
„Róbert og Andreas verða í eldhúsinu að matreiða 8 rétta seðil á meðan Jakob hristir glæsilega kokteila fyrir gesti.“
Sögðu þeir félagar í samtali við veitingageirinn.is og bæta við:
„Að gera svona viðburð er gríðarlega mikilvægt fyrir fólk sem hefur metnað og ástríðu. Þetta er ekki einungis skemmtilegt og lærdómsríkt ferli heldur einnig fær þetta verkefni mann til að þroskast sem einstakling með því að stíga út fyrir þægindarrammann og prófa nýja hluti.
Matseðillinn er ekki sérsniðinn einhverri ákveðni matreiðslu stefnu en tekur helstu áherslur frá Nordic og Franskri matargerð.“
Hér að neðan eru nánari upplýsingar um þessa frábæru fagmenn:
Andreas Patrekur Williams Gunnarsson
Ég heiti Andreas og er souschef á veitingastaðnum Monkeys.
Ég hef alltaf haft passion af eldamennsku, var duglegur að elda með mömmu þegar ég var ungur og byrjaði svo að vinna í eldhúsi 15 ára gamall og hef unnið í eldhúsi síðan þá.
Jakob Alf Arnarson
Er með passion fyrir kokteilagerð, en ég byrjaði fyrir 6 árum.
Alltaf fundist gaman að blanda vökvum saman síðan ég var lítill krakki.
Áhersla mín þessa dagana á drykkjum er að notast við gamlar íslenskar geymsluaðferðir í takt við Zero Waste concept, þar sem öll hráefni eru notuð og nánast ekkert er hent.
Gaman að fá að taka yfir staði úti heim og sjá hvernig þau taka í okkar bragð.
Klárlega eitthvað sem við munum halda áfram að gera.
Ísland hefur alltaf legið nokkrum árum bakvið kokteilmenningar heims.
Ástæða þess eru auðvitað nokkrar, en það er gaman að reyna finna gullna milliveginn á milli það sem virkar hér heima og þessara “kokteilbar” menningu sem er úti heimi.
Róbert Demirev
Ég heiti Róbert Demirev og hef starfað sem kokkur í 6 ár. Ég hef unnið á mörgum stöðum en lærði á Vox. Þetta er annað pop-upið sem ég geri, en ég fór til Parísar síðasta sumar og lærði helling af þeirri reynslu.
Ég hef gríðarlega stóra og mikla ástríðu fyrir mat og matargerð og myndi segja að það sé orðinn hluti af persónuleikanum mínum.
Á meðal rétta sem í boði verður á PopUp viðburðinum:
- Þorskur með mysu og hunangssósu
- Grillaður skötuselur með vínberjum og kerfil Velouté
PopUp mat-, og kokteilseðillinn
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni2 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu













