Vertu memm

Keppni

Íslandsmót kaffibarþjóna haldin helgina 3. – 5. maí

Birting:

þann

Kaffibaun - Kaffi

Helgina 3. – 5. maí stendur Kaffibarþjónafélag Íslands fyrir Íslandsmóti kaffibarþjóna! Ekki nóg með að Íslandsmótið snúist um undankeppnina fyrir Heimsmeistaramót kaffibarþjóna þá er mótið einstakur viðburður á árinu hvar þú getur kynnst hinum ýmsu kimum kaffimenningar á Íslandi.

Keppnin sjálf er þannig upp sett að keppandi kynnir þær baunir sem hann notar og framreiðir fjóra espresso, fjóra mjólkurdrykki sem innihalda espresso og fjóra frjálsa drykki þar sem hugmyndaflug og sköpunarkraftur fá að ráða ferðinni.  Í tilkynningu kemur fram að sérstaklega þjálfaðir dómarar sjá um dómgæslu á mótinu ásamt fulltrúa frá SCA (Speciality Coffee Association).

Keppnin verður haldin í húsnæði við Dragháls 18 og stendur frá 12-17 alla keppnisdaga.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið