Keppni
Íslandsmót kaffibarþjóna haldin helgina 3. – 5. maí
Helgina 3. – 5. maí stendur Kaffibarþjónafélag Íslands fyrir Íslandsmóti kaffibarþjóna! Ekki nóg með að Íslandsmótið snúist um undankeppnina fyrir Heimsmeistaramót kaffibarþjóna þá er mótið einstakur viðburður á árinu hvar þú getur kynnst hinum ýmsu kimum kaffimenningar á Íslandi.
Keppnin sjálf er þannig upp sett að keppandi kynnir þær baunir sem hann notar og framreiðir fjóra espresso, fjóra mjólkurdrykki sem innihalda espresso og fjóra frjálsa drykki þar sem hugmyndaflug og sköpunarkraftur fá að ráða ferðinni. Í tilkynningu kemur fram að sérstaklega þjálfaðir dómarar sjá um dómgæslu á mótinu ásamt fulltrúa frá SCA (Speciality Coffee Association).
Keppnin verður haldin í húsnæði við Dragháls 18 og stendur frá 12-17 alla keppnisdaga.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn3 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Keppni3 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband