Keppni
Íslandsmót kaffibarþjóna haldin helgina 3. – 5. maí
Helgina 3. – 5. maí stendur Kaffibarþjónafélag Íslands fyrir Íslandsmóti kaffibarþjóna! Ekki nóg með að Íslandsmótið snúist um undankeppnina fyrir Heimsmeistaramót kaffibarþjóna þá er mótið einstakur viðburður á árinu hvar þú getur kynnst hinum ýmsu kimum kaffimenningar á Íslandi.
Keppnin sjálf er þannig upp sett að keppandi kynnir þær baunir sem hann notar og framreiðir fjóra espresso, fjóra mjólkurdrykki sem innihalda espresso og fjóra frjálsa drykki þar sem hugmyndaflug og sköpunarkraftur fá að ráða ferðinni. Í tilkynningu kemur fram að sérstaklega þjálfaðir dómarar sjá um dómgæslu á mótinu ásamt fulltrúa frá SCA (Speciality Coffee Association).
Keppnin verður haldin í húsnæði við Dragháls 18 og stendur frá 12-17 alla keppnisdaga.
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi