Keppni
Íslandsmót kaffibarþjóna haldin helgina 3. – 5. maí
Helgina 3. – 5. maí stendur Kaffibarþjónafélag Íslands fyrir Íslandsmóti kaffibarþjóna! Ekki nóg með að Íslandsmótið snúist um undankeppnina fyrir Heimsmeistaramót kaffibarþjóna þá er mótið einstakur viðburður á árinu hvar þú getur kynnst hinum ýmsu kimum kaffimenningar á Íslandi.
Keppnin sjálf er þannig upp sett að keppandi kynnir þær baunir sem hann notar og framreiðir fjóra espresso, fjóra mjólkurdrykki sem innihalda espresso og fjóra frjálsa drykki þar sem hugmyndaflug og sköpunarkraftur fá að ráða ferðinni. Í tilkynningu kemur fram að sérstaklega þjálfaðir dómarar sjá um dómgæslu á mótinu ásamt fulltrúa frá SCA (Speciality Coffee Association).
Keppnin verður haldin í húsnæði við Dragháls 18 og stendur frá 12-17 alla keppnisdaga.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt13 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






