Uncategorized
Íslandsmót barþjóna
Nú geta allir faglærðir framreiðslumenn tekið þátt í Íslandsmóti Barþjóna að uppfylltum eftir töldum skilyrðum.
Að ganga í Barþjónaklúbb Íslands !
Keppt verður í LONG-DRINK
Skráning fer fram á Vínbarnum þriðjudaginn 28. mars kl. 19:00, eða eftir nánari samkomulagi, og bíður Barþjónaklúbburinn upp á léttar veitingar. Þegar þeir sem ekki eru í klúbbnum hafa skráð sig og greitt eða samið um greiðslu inntöku- og árgjalds er dregið um umboð. Hver keppandi dregur sér umboð og verður betur útskýrt á fundinum hvernig leikreglur eru.
Íslandsmótið fer fram væntanlega síðustu helgina í apríl og er stefnt að alvöru coctail-kvöldi með tilheyrandi hristarahljóðum.
Fyrirkomulag keppninnar er:
-
Forkeppni
-
Milliriðill
-
Úrslit
Verðlaun eru vegleg að vanda og sigurvegarinn þá nefndur Íslandsmeistari keppir fyrir Íslands hönd í Heimsmeistarakeppni Barþjóna í Grikklandi í haust.
Nú er að hrista af sér slenið og mæta á Vínbarinn skrá sig og hella sér í þetta. Þeir sem ekki þekkja leikreglur geta fengið tilsögn og mun stjórn klúbbsins sjá um að útvega, þeim sem vilja, aðstoð við undirbúning.
Nánari upplýsingar gefa:
-
Margrét í síma 899-2330
-
Jónína í síma 662-1643
Kveðja, Stjórn BCI
Greint frá á heimasíðu Barþjónaklúbbsins
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni1 dagur síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt5 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Veitingarýni9 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro