Vertu memm

Freisting

Íslandsmet í að steikja hamborgara

Birting:

þann

Kokkurinn á Vitabar hefur örugglega sett Íslandsmet í að steikja hamborgara á laugardaginn var en þá afgreiddi hann yfir 200 pantanir frá hádegi og fram til klukkan tíu um kvöldið, það er pöntun á 3 mínútna fresti.

Þeir sem pöntuðu voru að mestu gestir á Airwaves-hátíðinni en svipuð örtröð var á staðnum í fyrra er hátíðin stóð yfir.

„Pannan stoppaði aldrei eitt augnablik hjá mér og þetta var eins og að vera í aðgerð um borð í togara eftir 60 tonn af þorski á leið upp rennuna,“ segir Ægir Jónsson kokkur á Vitabar. „Ég komst ekki í smók allan þennan tíma og raunar ekki sú sem var bakvið barinn heldur.“

Ægir er nýbyrjaður að vinna á Vitabar og segir að þetta hafi verið fyrsta helgi sín á staðnum. „Við áttum von á mikilli traffík en það hafði láðst að kalla út aukafólk,“ segir Ægir. „Og þá var ekki um annað að ræða en bretta upp ermarnar.“

Ægir segir að flesir hafi pantað sér hamborgara og yfirleitt fleiri en einn auk þess sem að stöku steik og samloka hafi flotið með. Aðspurður um hvort honum hafi ekki dottið í hug að taka til fótanna frá staðnum eftir þessa reynslu segir Ægir það af og frá. „Við eigandinn höfum hlegið mikið að þessu svona eftir að um róaðist á ný,“ segir Ægir. Hann er vanur kokkur og hefur m.a. starfað sem slíkur í mötuneytum og á hótelum, en frá þessu er greint frá á fréttavefnum Vísir.is.

[email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið