Freisting
Íslandsmet í að steikja hamborgara
Kokkurinn á Vitabar hefur örugglega sett Íslandsmet í að steikja hamborgara á laugardaginn var en þá afgreiddi hann yfir 200 pantanir frá hádegi og fram til klukkan tíu um kvöldið, það er pöntun á 3 mínútna fresti.
Þeir sem pöntuðu voru að mestu gestir á Airwaves-hátíðinni en svipuð örtröð var á staðnum í fyrra er hátíðin stóð yfir.
„Pannan stoppaði aldrei eitt augnablik hjá mér og þetta var eins og að vera í aðgerð um borð í togara eftir 60 tonn af þorski á leið upp rennuna,“ segir Ægir Jónsson kokkur á Vitabar. „Ég komst ekki í smók allan þennan tíma og raunar ekki sú sem var bakvið barinn heldur.“
Ægir er nýbyrjaður að vinna á Vitabar og segir að þetta hafi verið fyrsta helgi sín á staðnum. „Við áttum von á mikilli traffík en það hafði láðst að kalla út aukafólk,“ segir Ægir. „Og þá var ekki um annað að ræða en bretta upp ermarnar.“
Ægir segir að flesir hafi pantað sér hamborgara og yfirleitt fleiri en einn auk þess sem að stöku steik og samloka hafi flotið með. Aðspurður um hvort honum hafi ekki dottið í hug að taka til fótanna frá staðnum eftir þessa reynslu segir Ægir það af og frá. „Við eigandinn höfum hlegið mikið að þessu svona eftir að um róaðist á ný,“ segir Ægir. Hann er vanur kokkur og hefur m.a. starfað sem slíkur í mötuneytum og á hótelum, en frá þessu er greint frá á fréttavefnum Vísir.is.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan