Freisting
Íslandsmeistaramót Barþjóna á sunnudaginn

Íslandsmeistaramót Barþjóna verður haldið 18. apríl næstkomandi á Broadway. Húsið opnar klukkan 19°° og hefst sjálf keppnin klukkan 20°°. Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem á veg og vanda af skipulagningu keppninnar.
Keppt verður í flair, klassík og veitingahúsakeppni og mega keppendur ráða hvort þeir blanda sætan drykk, Þurran drykk, longdrinks eða fancy, má þó ekki vera skot eða heitir drykkir. Keppt verður eftir reglum BCI.
Mjólkurvörur sem heimilt er að nota eru nýmjólk og rjómi. Einnig er heimilt að nota egg. Hér við bætist skyr, eingöngu óbragðbætt skyr oft nefnt bláa skyrið frá MS og kókómjólk hin eina sanna. Drykkir sem innihalda þessi viðbótarefni flokkast undir Fancy-drykki.
3. bekkingar sem eru að klára sveinspróf í maí í Hótel og matvælaskólanum hafa keppnisrétt og þurfa að vea einkennisfatnaði B.C.I.
Keppendur eru velkomnir að koma með sín eigin glös.
Kynnar verða hinir einu og sönnu Hallgrímur Ólafsson og Guðjón Davíð Karlsson
Nánari upplýsingar er hægt að lesa á vef Barþjónaklúbbs Íslands www.bar.is
Úrslitin verða kunngjörð sunnudagskvöldið og verða þau birt hér á freisting.is.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa





