Keppni
Ísland með í heimsmeistarakeppni í fyrsta sinn
Nú rétt í þessu tilkynnti stjórn World Butchers Challenge (WBC) fleiri lönd sem taka þátt í heimsmeistarakeppni í kjötskurði sem fram fer í Sakramentó í Bandaríkjunum í september árið 2020.
Tólf þjóðir keppa um heimsmeistaratitilinn og þau þrjú lönd sem tilkynnt var í kvöld eru Ísland, Kanada og Mexíkó. Er þetta í fyrsta sinn sem að Ísland tekur þátt í heimsmeistarakeppni í kjötskurði.
„Það er kominn tími á að við stígum út úr þægindarammanum og komum fram í dagsljósið.”
Sagði Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari í samtali við veitingageirinn.is, sem hefur staðið að undirbúningnum við stofnun landslið kjötiðnaðarmeistara.
Íslenska landsliðið mun skipa 6 manns og í heimsmeistarakeppninni fær hvert lið 3 klukkutíma og 15 mínútur til að úrbeina og útbúa vörur úr ½ svínaskrokk, ½ nautaskrokk, einum lambaskrokk og 5 kjúklingum.
Landslið kjötiðnaðarmanna hefur látið hanna merki fyrir landsliðið sem birt er hér með fréttinni.
„Við erum að láta hanna á okkur landsliðsbúninginn, búnir að láta hanna merki landsliðsins sem mun prýða nýja búninginn. Við fengum hönnuðinn Alexöndru Buhl til að hanna merkið og hafa til hliðsjónar gamla FÍK merkið sem við kjötiðnaðarmenn þykjum svo vænt um. Við erum nokkuð ánægðir með útkomuna.“
Sagði Jóhannes Geir að lokum.
Fleiri fréttir um Landslið kjötiðnaðarmanna hér.
CANADA. ICELAND. MEXICO. Please join us in welcoming these the big three to the WBC family… 2020 is going to be epic! Breaking news here: http://bit.ly/3newnations
Posted by World Butchers' Challenge on Tuesday, 22 January 2019
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti