Keppni
Ísland komst áfram í heimsmeistaramóti barþjóna – Myndaveisla
Heimsmeistaramót barþjóna stendur nú yfir í Róm á Ítalíu og lýkur 2. desember næstkomandi. Það er Grétar Matthíasson sem keppir fyrir hönd Íslands.
Á heimsmeistaramótinu eru keppendur frá 67 löndum sem etja kappi, keppt er í sex flokkum barmennsku, sem eru Before dinner cocktails, Sparkling cocktails, Long drink cocktails, Low abv og After dinner cocktails.
- Góður hópur fylgir Grétari á HM
Í kvöld fór fram undanúrslit í öllum flokkum og keppti Grétar í flokknum „After dinner cocktails“ með drykkinn Candied Lemonade sem inniheldur:
– Luxardo Linochello
– Grand marnier
– Ferskan sítrónusafa
– Heimagert síróp úr Xanté
Einungis þrír efstu komast áfram í hverjum flokki fyrir sig og Grétar gerði sér lítið fyrir og komst áfram, glæsilegur árangur hjá Grétari. Á morgun keppa keppendur í lyktar- og bragðprófum, skriflegu prófi og hraðkeppni.
Sjá einnig: Ísland komst því miður ekki áfram á HM
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






















