Keppni
Ísland komst áfram í heimsmeistaramóti barþjóna – Myndaveisla
Heimsmeistaramót barþjóna stendur nú yfir í Róm á Ítalíu og lýkur 2. desember næstkomandi. Það er Grétar Matthíasson sem keppir fyrir hönd Íslands.
Á heimsmeistaramótinu eru keppendur frá 67 löndum sem etja kappi, keppt er í sex flokkum barmennsku, sem eru Before dinner cocktails, Sparkling cocktails, Long drink cocktails, Low abv og After dinner cocktails.
- Góður hópur fylgir Grétari á HM
Í kvöld fór fram undanúrslit í öllum flokkum og keppti Grétar í flokknum „After dinner cocktails“ með drykkinn Candied Lemonade sem inniheldur:
– Luxardo Linochello
– Grand marnier
– Ferskan sítrónusafa
– Heimagert síróp úr Xanté
Einungis þrír efstu komast áfram í hverjum flokki fyrir sig og Grétar gerði sér lítið fyrir og komst áfram, glæsilegur árangur hjá Grétari. Á morgun keppa keppendur í lyktar- og bragðprófum, skriflegu prófi og hraðkeppni.
Sjá einnig: Ísland komst því miður ekki áfram á HM
Myndir: Ómar Vilhelmsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí