Vertu memm

Bocuse d´Or

Ísland keppir 8. maí

Birting:

þann

Sigurður Helgason

Bocuse d'Or Europe 2014Sigurður Helgason á Grillinu mun keppa fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or Europe 8. maí næstkomandi í Stokkhólmi. 20 lönd koma til með að keppa þar sem matreiðslumenn frá allri Evrópu keppa um Bocuse d’Or Europe titilinn og stefna á Bocuse d’Or sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 27. og 28. janúar 2015.

Þessi 20 lönd sem sjá má á meðfylgjandi mynd hér til hægri keppa 7. og 8. maí og eins og áður segir mun Sigurður keppa 8. maí, en samhliða keppninni er haldin stórglæsileg sýning sem heitir GastroNord.  Það er Bocuse d´Or Akademía Íslands sem á veg og vanda að undirbúningi Íslenska liðsins.

Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með Íslenska Bocuse d´Or föruneytinu og færa ykkur fréttir í máli og myndum.

 

Mynd: úr safni

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið