Bocuse d´Or
Ísland keppir 8. maí
Sigurður Helgason á Grillinu mun keppa fyrir Íslands hönd í Bocuse d´Or Europe 8. maí næstkomandi í Stokkhólmi. 20 lönd koma til með að keppa þar sem matreiðslumenn frá allri Evrópu keppa um Bocuse d’Or Europe titilinn og stefna á Bocuse d’Or sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 27. og 28. janúar 2015.
Þessi 20 lönd sem sjá má á meðfylgjandi mynd hér til hægri keppa 7. og 8. maí og eins og áður segir mun Sigurður keppa 8. maí, en samhliða keppninni er haldin stórglæsileg sýning sem heitir GastroNord. Það er Bocuse d´Or Akademía Íslands sem á veg og vanda að undirbúningi Íslenska liðsins.
Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með Íslenska Bocuse d´Or föruneytinu og færa ykkur fréttir í máli og myndum.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?