Vertu memm

Freisting

Ísland í forsvari fyrir um 8 milljónir matreiðslumanna

Birting:

þann


Helgi Einarsson, Gissur Guðmundsson og Hilmar B. Jónsson

Í maí 2008 verða stjórnarskipti hjá alheimssamtökum matreiðslumanna (WACS) og hefur Klúbbur Matreiðslumeistara (KM) ákveðið að bjóða fram til stjórnarsetu eftirtalda menn.

  • Gissur Guðmundsson eiganda veitingahússins Tveir Fiskar sem forseta samtakanna
  • Hilmar B. Jónsson hjá Icelandic sem varaforseta
  • Helga Einarsson hjá Dreifingu sem ritara.

Gissur hefur verið forseti Klúbbs Matreiðslumeistara í 6 ár, hefur setið sem forseti NKF (samtök norrænna matreiðslumanna) í 4 ár og í stjórn WACS í 3 ár og er hann því allvel kunnugur málum samtakanna.  Norðurlandasamtökin og fjöldi annarra landa sérstaklega í austur- og vestur Evrópu hafa lýst yfir stuðningi við framboð Íslands.

Í fréttatilkynningu segir að ef af verður mun Ísland verða í forsvari fyrir um 8 milljónir matreiðslumanna í 74 þjóðlöndum. Geysilega mikið starf er framundan hjá WACS, sérstaklega þar sem mörg lönd í samtökunum eru skammt á veg komin í skipulagningu náms og félagsmála. Eins og allir vita sem fylgst hafa með Klúbbi Matreiðslumeistara undanfarin ár, er að íslenskir matreiðslumenn eru mjög framarlega í sínu fagi á alþjóðavísu og eru t.d. í  9. – 10. sæti á styrkleika alþjóðasamtakanna.

Íslendingar geta því verið mikil hjálp bæði stórum og smáum þjóðum í fræðslu og félagsmálum.

Klúbbur Matreiðslumeistara
Ingvar Sigurðsson, forseti

Mynd: MOTIV-MYND Jón Svavarsson | [email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið