Vertu memm

Bocuse d´Or

Ísland í 8. sæti í Bocuse d’Or

Birting:

þann

Sigurður Helgason - Bocuse d´Or 2015

Sigurður Helgason

Þá er það orðið ljóst að Ísland hafnaði í 8. Sæti á Bocuse d´Or keppninni. 24 þjóðir tóku þátt í keppninni sem fram fór dagana 27. – 28. Janúar 2015. Það var Sigurður Helgason sem keppti fyrir hönd Íslands og honum til aðstoðar var Rúnar Pierre Heriveaux.

Eftirfarandi eru úrslit úr Bocuse d´Or 2015:

1. sæti – Noregur

2. sæti – Bandaríkin

3. sæti – Svíþjóð

Sérstök verðlaun voru gefin fyrir:

Besta kjötréttinn: Matti JÄMSEN frá Finnlandi

Besta fiskréttinn: Hideki TAKAYAMA frá Japan

Besta plakatið: Gábor MOLNAR frá Ungverjalandi

Besti aðstoðarmaðurinn: Antti LUKKARI frá Finnlandi

Við óskum Sigurði og félögum innilega til hamingju með þennann frábæra árangur.

Sigurður Helgason - Bocuse d´Or 2015

Rúnar Pierre Heriveaux og Sigurður Helgason

Til gamans má geta að Ísland hefur verið í topp 10 frá því Ísland tók fyrst þátt í Bocuse d’Or keppninni árið 1999.

 

 

Myndir: Sirha

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið