Freisting
Ísframleiðsla í Hornafirði
Hjónin Sæmundur Jón Jónsson og Anne Manly Thomsen á Árbæ í Hornafirði eru í þann mund að hefja ísframleiðslu. Jörðina keyptu þau nýverið af foreldrum Sæmundar og reka þar bú með kúm og hestum. Tilraunaframleiðsla er þegar hafinn en þau áætla að framleiða tæpa 20.000 lítra á ári.
Framleiðslan nýtur styrkja frá m.a. framleiðnisjóði landbúnaðarins og úr mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar en Sæmundur segir að dýrt sé að hefja framleiðslu af þessu tagi.
,,Við verðum náttúrulega alltaf að horfa til nýrra hluta. Það geta ekki allir haldið áfram að lifað af búskap, þ.e.a.s það verða breytingar, það gerist eitthvað nýtt. Búin þurfa að stækka og þeim fækkar um leið ef ekki er hægt að framleiða meira af vöru og þá þurfa menn að sérhæfa sig eins og við erum að gera, segir Sæmundur.
Hjónin hafa þegar hafið tilraunaframleiðslu en þau reikna með að hún verði komin í fullan gang síðar í þessum mánuði. Þau geta framleidd tæpa 20.000 lítra á ári. Ísinn á að heita Jöklaís og verður seldur beint af býlinu auk þess sem þau ætla að koma honum í dreifingu í „ríki Vatnajökuls“ eins og Sæmundur segir, eða frá Kirkjubæjarklaustri til Djúpavogs.
Greint frá á fréttavef Ruv.is
Mynd: ruv.is | [email protected]
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?