Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ísafold Bistro – Bar & Spa er nýr veitingastaður við Þingholtsstræti
Ísafold Bistro – Bar & Spa er nýr veitingastaður staðsettur í hjarta Reykjavíkur á Center Hotel Þingholti. Matseðillinn er árstíðarbundinn og er því afskaplega fjölbreyttur með vönduðu íslensku hráefni.
Staðurinn opnaði í apríl s.l. og tekur 68 manns í sitjandi borðhald. Yfirmatreiðslumaður er Úlfur Uggason og yfirþjónn er Harpa Magnúsdóttir. Opnunartími er 17:00 – 00:00 alla daga.
Innblástur hönnunar veitingastaðarins er íslensk náttúra með hrauni, mosa og fossum. Sérstaða Ísafold Bistro – Bar & Spa er eins og nafnið gefur til kynna nálægð veitingastaðarins við SPA sem staðsett er rétt inn af veitingastaðnum og býður því upp á möguleika á ýmiss konar mannamótum þar sem matur og vellíðan eiga saman.
Afmarkað herbergi er staðsett rétt inn af veitingastaðnum og er gestum Ísafold Bistro kleift að nýta herbergið fyrir einkaborðhald þar sem tilvalið er að byrja á að fara í SPA og njóta svo góðra veitinga að því loknu.
Myndir: af facebook síðu Ísafold Bistro – Bar & Spa.
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?