Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ísafold Bistro – Bar & Spa er nýr veitingastaður við Þingholtsstræti
Ísafold Bistro – Bar & Spa er nýr veitingastaður staðsettur í hjarta Reykjavíkur á Center Hotel Þingholti. Matseðillinn er árstíðarbundinn og er því afskaplega fjölbreyttur með vönduðu íslensku hráefni.
Staðurinn opnaði í apríl s.l. og tekur 68 manns í sitjandi borðhald. Yfirmatreiðslumaður er Úlfur Uggason og yfirþjónn er Harpa Magnúsdóttir. Opnunartími er 17:00 – 00:00 alla daga.
Innblástur hönnunar veitingastaðarins er íslensk náttúra með hrauni, mosa og fossum. Sérstaða Ísafold Bistro – Bar & Spa er eins og nafnið gefur til kynna nálægð veitingastaðarins við SPA sem staðsett er rétt inn af veitingastaðnum og býður því upp á möguleika á ýmiss konar mannamótum þar sem matur og vellíðan eiga saman.
Afmarkað herbergi er staðsett rétt inn af veitingastaðnum og er gestum Ísafold Bistro kleift að nýta herbergið fyrir einkaborðhald þar sem tilvalið er að byrja á að fara í SPA og njóta svo góðra veitinga að því loknu.
Myndir: af facebook síðu Ísafold Bistro – Bar & Spa.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný