Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ísafold Bistro – Bar & Spa er nýr veitingastaður við Þingholtsstræti
Ísafold Bistro – Bar & Spa er nýr veitingastaður staðsettur í hjarta Reykjavíkur á Center Hotel Þingholti. Matseðillinn er árstíðarbundinn og er því afskaplega fjölbreyttur með vönduðu íslensku hráefni.
Staðurinn opnaði í apríl s.l. og tekur 68 manns í sitjandi borðhald. Yfirmatreiðslumaður er Úlfur Uggason og yfirþjónn er Harpa Magnúsdóttir. Opnunartími er 17:00 – 00:00 alla daga.
Innblástur hönnunar veitingastaðarins er íslensk náttúra með hrauni, mosa og fossum. Sérstaða Ísafold Bistro – Bar & Spa er eins og nafnið gefur til kynna nálægð veitingastaðarins við SPA sem staðsett er rétt inn af veitingastaðnum og býður því upp á möguleika á ýmiss konar mannamótum þar sem matur og vellíðan eiga saman.
Afmarkað herbergi er staðsett rétt inn af veitingastaðnum og er gestum Ísafold Bistro kleift að nýta herbergið fyrir einkaborðhald þar sem tilvalið er að byrja á að fara í SPA og njóta svo góðra veitinga að því loknu.
Myndir: af facebook síðu Ísafold Bistro – Bar & Spa.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður












