Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ísafold Bistro – Bar & Spa er nýr veitingastaður við Þingholtsstræti
Ísafold Bistro – Bar & Spa er nýr veitingastaður staðsettur í hjarta Reykjavíkur á Center Hotel Þingholti. Matseðillinn er árstíðarbundinn og er því afskaplega fjölbreyttur með vönduðu íslensku hráefni.
Staðurinn opnaði í apríl s.l. og tekur 68 manns í sitjandi borðhald. Yfirmatreiðslumaður er Úlfur Uggason og yfirþjónn er Harpa Magnúsdóttir. Opnunartími er 17:00 – 00:00 alla daga.
Innblástur hönnunar veitingastaðarins er íslensk náttúra með hrauni, mosa og fossum. Sérstaða Ísafold Bistro – Bar & Spa er eins og nafnið gefur til kynna nálægð veitingastaðarins við SPA sem staðsett er rétt inn af veitingastaðnum og býður því upp á möguleika á ýmiss konar mannamótum þar sem matur og vellíðan eiga saman.
Afmarkað herbergi er staðsett rétt inn af veitingastaðnum og er gestum Ísafold Bistro kleift að nýta herbergið fyrir einkaborðhald þar sem tilvalið er að byrja á að fara í SPA og njóta svo góðra veitinga að því loknu.
Myndir: af facebook síðu Ísafold Bistro – Bar & Spa.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla