Freisting
Írskir Dagar
Það var laugardaginn 5. júli s.l. sem kallinn tók kúrs í vesturátt, nánar tiltekið Akranes en þar skyldi tekið hús á Sisso matreiðslumeistara og Hafdísi konu hans.
Ferðin gekk þokkalega en það voru nokkrir sem voru að huga að einhverju öðru en akstri, þannig að kallinn setti í rallygírinn og losaðí sig við þessa aðila og plantaði sér fyrir aftan 5 mótorhjólatöffara og notaði þá sem héra, og gekk ferðin vel eftir það.
Sælkerahjónin Hafdís og Sisso
Greiðlega gekk að rata heim til þeirra og á endanum rann maður á ilminn af matnum. Margt var um manninn og stöðugur straumur af fólki og allir að koma í sama tilgangi að fá sér írskan mat, var gerður góður rómur að veitingunum og að sögn Sissó sjálfs hafðí hann lagað um 40 lítra af Irish Stewinu á fimmtudeginum en síðan hitað upp eftir þörfum og þegar ég yfirgaf þau voru síðustu 5 lítrarnir að fara í upphitun.
Þetta framtak þeirra hjóna er alveg til fyrirmyndar og má segja að þau taki þátt í Írskum dögum af líf og sál.
Til hamingju segi ég.
Hjálagt eru myndir úr partýinu.
Myndir og texti: /Sverrir
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé