Vertu memm

Frétt

Instagram mynd október mánaðar | Rúmlega 120 myndir í október með myllumerkinu #veitingageirinn

Birting:

þann

Instagram mynd október mánaðar - Einar Hjaltason

Ægir Friðriksson og Einar Hjaltason matreiðslumenn.
Ægir og Einar eru góðir félagar og upp á gamanið tóku þeir eina vakt saman í eldhúsinu, en þetta kvöld var boðið upp á villibráð.

Instagram myndin sem vakti mesta athygli okkar í október er frá Einari Hjaltasyni (@einsihj) matreiðslumanni og eiganda Von mathúsi í Hafnarfirði.

Myndin er í takt við það sem veitingageirinn.is fjallar hvað mest um, en það er að sýna á bak við tjöldin í veitingabransanum.

Til gamans má geta að rúmlega 120 myndir birtust á forsíðunni í október með myllumerkinu #veitingageirinn.

Notið myllumerkið #veitingageirinn á Instagram myndirnar ykkar og þær birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðunni.

Með fylgir matseðilinn frá villibráðahelginni á Von sem haldin var 5. og 6. október s.l.

Deili:
Hreindýra lifrarparfait
Grafinn villtur lax
Hreindýra tartar
Pikklaðar kantarellur
Sultuð aðalbláber
Piparrótar sýrður rjómi
Grillað brauð

Milli:
Villibráðar súpa m/
Gæsalærum, hreindýrahjarta, villtum sveppum og rjóma

Aðal:
Gæsabringur og hreindýra bolla (faggotts)
M/ sellerírót, rauðvíns peru, valhnetum og gæsa soðgljáa

Eftir:
Bakað epli m/
Smjördeigi, heslihnetuparfait og karmellu

Mynd: Instagram / @einsihj

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið