Frétt
Instagram mynd október mánaðar | Rúmlega 120 myndir í október með myllumerkinu #veitingageirinn

Ægir Friðriksson og Einar Hjaltason matreiðslumenn.
Ægir og Einar eru góðir félagar og upp á gamanið tóku þeir eina vakt saman í eldhúsinu, en þetta kvöld var boðið upp á villibráð.
Instagram myndin sem vakti mesta athygli okkar í október er frá Einari Hjaltasyni (@einsihj) matreiðslumanni og eiganda Von mathúsi í Hafnarfirði.
Myndin er í takt við það sem veitingageirinn.is fjallar hvað mest um, en það er að sýna á bak við tjöldin í veitingabransanum.
Til gamans má geta að rúmlega 120 myndir birtust á forsíðunni í október með myllumerkinu #veitingageirinn.
Notið myllumerkið #veitingageirinn á Instagram myndirnar ykkar og þær birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðunni.
Með fylgir matseðilinn frá villibráðahelginni á Von sem haldin var 5. og 6. október s.l.
Deili:
Hreindýra lifrarparfait
Grafinn villtur lax
Hreindýra tartar
Pikklaðar kantarellur
Sultuð aðalbláber
Piparrótar sýrður rjómi
Grillað brauð
Milli:
Villibráðar súpa m/
Gæsalærum, hreindýrahjarta, villtum sveppum og rjóma
Aðal:
Gæsabringur og hreindýra bolla (faggotts)
M/ sellerírót, rauðvíns peru, valhnetum og gæsa soðgljáa
Eftir:
Bakað epli m/
Smjördeigi, heslihnetuparfait og karmellu
Mynd: Instagram / @einsihj

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið