Frétt
Instagram mynd október mánaðar | Rúmlega 120 myndir í október með myllumerkinu #veitingageirinn

Ægir Friðriksson og Einar Hjaltason matreiðslumenn.
Ægir og Einar eru góðir félagar og upp á gamanið tóku þeir eina vakt saman í eldhúsinu, en þetta kvöld var boðið upp á villibráð.
Instagram myndin sem vakti mesta athygli okkar í október er frá Einari Hjaltasyni (@einsihj) matreiðslumanni og eiganda Von mathúsi í Hafnarfirði.
Myndin er í takt við það sem veitingageirinn.is fjallar hvað mest um, en það er að sýna á bak við tjöldin í veitingabransanum.
Til gamans má geta að rúmlega 120 myndir birtust á forsíðunni í október með myllumerkinu #veitingageirinn.
Notið myllumerkið #veitingageirinn á Instagram myndirnar ykkar og þær birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðunni.
Með fylgir matseðilinn frá villibráðahelginni á Von sem haldin var 5. og 6. október s.l.
Deili:
Hreindýra lifrarparfait
Grafinn villtur lax
Hreindýra tartar
Pikklaðar kantarellur
Sultuð aðalbláber
Piparrótar sýrður rjómi
Grillað brauð
Milli:
Villibráðar súpa m/
Gæsalærum, hreindýrahjarta, villtum sveppum og rjóma
Aðal:
Gæsabringur og hreindýra bolla (faggotts)
M/ sellerírót, rauðvíns peru, valhnetum og gæsa soðgljáa
Eftir:
Bakað epli m/
Smjördeigi, heslihnetuparfait og karmellu
Mynd: Instagram / @einsihj
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni





