Viðtöl, örfréttir & frumraun
Instagram mynd júlí mánaðar 2019

Sveinn fékk þá hugmynd að brugga íslenskan síder árið 2017 þegar hann starfaði á veitingastaðnum Mat og Drykk og út frá því þróaðist samstarf við Ægi Brugghús. Þess á milli gróðursetti Sveinn rabarbarafræ undir Eyjafjöllum, stofnaði fyrirtækið Súra ehf og kom upp aðstöðu á Selfossi.
Áhersla hjá Sveini er á rabarbara þar sem hann er „ávöxtur“ okkar Íslendinga, en hann notar einnig önnur hráefni með rabarbaranum, t.a.m. lífræn epli frá Danmörku.
Instagram myndin sem vakti mesta athygli okkar í júlí s.l. er frá Skál á Hlemmi.
Á myndinni er Sveinn Steinsson, matreiðslumaður og eigandi Súru ehf., með 2019 útgáfu af sídernum sínum „Sultuslakur“ sem er bruggaður úr Íslenskum rabbabara og lífrænum dönskum eplum og er m.a. til sölu hjá Skál.
Notið myllumerkið #veitingageirinn á Instagram myndirnar ykkar og þær birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðunni.
Mynd: Instagram / @skal_rvk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður





