Markaðurinn
Innnes kynnir bætta þjónustu – Laugardagsafgreiðsla og breyttur pöntunarfyrirvari
Sumarið er handan við hornið og við hjá Innnes ætlum að breyta þjónustu okkar í nokkrum megindráttum til að auka skilvirkni og skapa svigrúm til að standa við gefin þjónustuloforð. Á sama tíma aukum við þjónustuna í nokkrum veigamiklum aðgerðum sem við vonum að ykkur líki vel.
Breytingarnar taka gildi frá og með 1. maí næstkomandi.
Afgreiðslutímar og pöntunarfyrirvari
Höfuðborgarsvæðið
Pantanir sem berast söludeild fyrir kl. 16:00 fara í útkeyrslu fyrir hádegi næsta dag. Pantanir sem berast í gegnum vefverslun fyrir kl. 22:00 geta farið í útkeyrslu fyrir hádegi næsta dag. Pantanir sem berast söludeild eða í gegnum vefverslun fyrir kl. 10:00 geta farið í útkeyrslu eftir hádegi samdægurs.
Landsbyggðin
Pantanir sem berast fyrir kl. 10:00 eru afgreiddar til Eimskips Flytjanda í lok dags og afhentar viðskiptavini næsta virka dag samkvæmt áætlun Eimskips Flytjanda.
Laugardagar
Opið verður fyrir útkeyrslu og sóttar pantanir á laugardögum á höfuðborgarsvæðinu. Pantanir sem berast fyrir kl. 10:00 fara í útkeyrslu samdægurs. Pantanir sem viðskiptavinir hyggjast sækja þurfa að berast fyrir kl. 12:00. Vöruafgreiðsla Innnes er opin frá kl. 08:00 – 14:00 alla laugardaga.
Vinsamlega athugið að eingöngu er tekið á móti pöntunum í gegnum vefverslun Innnes.
Viðmiðunarupphæð lágmarkspantana
Viðmiðunarupphæð lágmarkspantana og afgreiðslugjald verður hækkað í takt við verðlagsbreytingar. Pantanir hjá Innnes þurfa frá og með 1. maí að ná lágmarksupphæð kr. 20.000 + VSK. Að öðrum kosti bætist við afgreiðslugjald kr. 4.000 + VSK.

-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu