Markaðurinn
Innnes kynnir bætta þjónustu – Laugardagsafgreiðsla og breyttur pöntunarfyrirvari
Sumarið er handan við hornið og við hjá Innnes ætlum að breyta þjónustu okkar í nokkrum megindráttum til að auka skilvirkni og skapa svigrúm til að standa við gefin þjónustuloforð. Á sama tíma aukum við þjónustuna í nokkrum veigamiklum aðgerðum sem við vonum að ykkur líki vel.
Breytingarnar taka gildi frá og með 1. maí næstkomandi.
Afgreiðslutímar og pöntunarfyrirvari
Höfuðborgarsvæðið
Pantanir sem berast söludeild fyrir kl. 16:00 fara í útkeyrslu fyrir hádegi næsta dag. Pantanir sem berast í gegnum vefverslun fyrir kl. 22:00 geta farið í útkeyrslu fyrir hádegi næsta dag. Pantanir sem berast söludeild eða í gegnum vefverslun fyrir kl. 10:00 geta farið í útkeyrslu eftir hádegi samdægurs.
Landsbyggðin
Pantanir sem berast fyrir kl. 10:00 eru afgreiddar til Eimskips Flytjanda í lok dags og afhentar viðskiptavini næsta virka dag samkvæmt áætlun Eimskips Flytjanda.
Laugardagar
Opið verður fyrir útkeyrslu og sóttar pantanir á laugardögum á höfuðborgarsvæðinu. Pantanir sem berast fyrir kl. 10:00 fara í útkeyrslu samdægurs. Pantanir sem viðskiptavinir hyggjast sækja þurfa að berast fyrir kl. 12:00. Vöruafgreiðsla Innnes er opin frá kl. 08:00 – 14:00 alla laugardaga.
Vinsamlega athugið að eingöngu er tekið á móti pöntunum í gegnum vefverslun Innnes.
Viðmiðunarupphæð lágmarkspantana
Viðmiðunarupphæð lágmarkspantana og afgreiðslugjald verður hækkað í takt við verðlagsbreytingar. Pantanir hjá Innnes þurfa frá og með 1. maí að ná lágmarksupphæð kr. 20.000 + VSK. Að öðrum kosti bætist við afgreiðslugjald kr. 4.000 + VSK.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Starfsmannavelta17 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði