Vertu memm

Markaðurinn

Innnes kynnir bætta þjónustu – Laugardagsafgreiðsla og breyttur pöntunarfyrirvari

Birting:

þann

Innnes - LogoSumarið er handan við hornið og við hjá Innnes ætlum að breyta þjónustu okkar í nokkrum megindráttum til að auka skilvirkni og skapa svigrúm til að standa við gefin þjónustuloforð. Á sama tíma aukum við þjónustuna í nokkrum veigamiklum aðgerðum sem við vonum að ykkur líki vel.

Breytingarnar taka gildi frá og með 1. maí næstkomandi.

Afgreiðslutímar og pöntunarfyrirvari

Höfuðborgarsvæðið
Pantanir sem berast söludeild fyrir kl. 16:00 fara í útkeyrslu fyrir hádegi næsta dag. Pantanir sem berast í gegnum vefverslun fyrir kl. 22:00 geta farið í útkeyrslu fyrir hádegi næsta dag. Pantanir sem berast söludeild eða í gegnum vefverslun fyrir kl. 10:00 geta farið í útkeyrslu eftir hádegi samdægurs.

Landsbyggðin
Pantanir sem berast fyrir kl. 10:00 eru afgreiddar til Eimskips Flytjanda í lok dags og afhentar viðskiptavini næsta virka dag samkvæmt áætlun Eimskips Flytjanda.

Laugardagar
Opið verður fyrir útkeyrslu og sóttar pantanir á laugardögum á höfuðborgarsvæðinu. Pantanir sem berast fyrir kl. 10:00 fara í útkeyrslu samdægurs. Pantanir sem viðskiptavinir hyggjast sækja þurfa að berast fyrir kl. 12:00. Vöruafgreiðsla Innnes er opin frá kl. 08:00 – 14:00 alla laugardaga.

Vinsamlega athugið að eingöngu er tekið á móti pöntunum í gegnum vefverslun Innnes.

Viðmiðunarupphæð lágmarkspantana

Viðmiðunarupphæð lágmarkspantana og afgreiðslugjald verður hækkað í takt við verðlagsbreytingar. Pantanir hjá Innnes þurfa frá og með 1. maí að ná lágmarksupphæð kr. 20.000 + VSK. Að öðrum kosti bætist við afgreiðslugjald kr. 4.000 + VSK.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið