Frétt
Innlend matvælaframleiðsla stendur fyrir stórum hluta fæðuframboðs – Mótun fæðuöryggisstefnu
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið Landbúnaðarháskóla Íslands að móta tillögu að fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland. Kristján Þór og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands hafa undirritað samning þess efnis.
Til grundvallar stefnumótuninni liggur meðal annars skýrsla Landbúnaðarháskólans um fæðuöryggi sem skilað var til ráðuneytisins í febrúar 2021 og nálgast má hér. Skólanum er einnig ætlað kynna sér sambærilega stefnumótun í nágrannalöndum Íslands, gildandi þjóðaröryggistefnu stjórnvalda að því marki sem hún snertir fæðuöryggi og afla annarra nauðsynlegra gagna til að stefnumótunin verði sem best úr garði gerð. Verkefnið er liður í aðgerðaráætlun ráðherra til eflingar íslensks landbúnaðar sem kynnt var í febrúar síðastliðnum. Drög að stefnunni eiga að liggja fyrir í apríl 2022.
Innlend matvælaframleiðsla stendur fyrir stórum hluta fæðuframboðs
Í framangreindri skýrslu kom fram að innlend matvælaframleiðsla stendur fyrir stórum hluta fæðuframboðs á Íslandi og þá sérstaklega próteini. Garðyrkjan sér fyrir um 43% af framboði grænmetis og búfjárrækt um 90% af kjöti, 96% af eggjum og 99% af mjólkurvörum. Fjallað er um veikleika íslenskrar matvælaframleiðslu og lagt mat á áhrif þess ef upp kæmi skortur á aðföngum sem nauðsynleg eru fyrir framleiðsluna.
Í skýrslunni er ennfremur farið yfir það til hvaða þátta ætti helst að horfa við mótun fæðuöryggisstefnu sem eru meðal annars mat á eftirfarandi þáttum:
- Nauðsynlegt framboð með tilliti til fæðutegunda og magns.
- Þörf fyrir auðlindir og innviði til framleiðslu, s.s. ræktunarland og fiskistofna auk nauðsynlegrar þekkingar og tækjabúnað til framleiðslu.
- Nauðsynlegar birgðir lykilaðfanga svo sem eldsneytis, áburðar og fóðurs sem og birgðir matvæla sem nauðsynlegar eru fæðuöryggi en ekki er raunhæft að innlend matvælaframleiðsla geti framleitt.
Mynd: stjornarradid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?