Frétt
Innköllun á vegan páskeggi
Matvælastofnun varar þá sem hafa keypt Freyju páskegg nr. 6 vegan vegna þess að sælgæti (hlaup) inn í eggjunum eru ekki vegan. Freyja Sælgætisgerð hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) stöðvað sölu og innkallað Dökk vegan Sælkera páskegg nr. 6 vegna þessa.
Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslu:
- Vörumerki: Freyja
- Vöruheiti: Dökkt vegan sælkera páskaegg.
- Geymsluþol: Allar dagsetningar
- Nettómagn: 340g
- Strikamerki: 5690545004202
- Framleiðandi: Freyja sælgætisgerð, Kársnesbraut 102-104
- Dreifing: Verslanir um allt land
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna geta skilað í verslunina þar sem hún var keypt henni gegn fullri endurgreiðslu. Varan er ekki hættuleg til neyslu en fyrir mistök eru innihaldsefni í sælgætinu sem eru inni í eggjunum úr dýraríki eins og gelatín og karmín.
Mynd: mast.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur