Frétt
Innköllun á vegan páskeggi
Matvælastofnun varar þá sem hafa keypt Freyju páskegg nr. 6 vegan vegna þess að sælgæti (hlaup) inn í eggjunum eru ekki vegan. Freyja Sælgætisgerð hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) stöðvað sölu og innkallað Dökk vegan Sælkera páskegg nr. 6 vegna þessa.
Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslu:
- Vörumerki: Freyja
- Vöruheiti: Dökkt vegan sælkera páskaegg.
- Geymsluþol: Allar dagsetningar
- Nettómagn: 340g
- Strikamerki: 5690545004202
- Framleiðandi: Freyja sælgætisgerð, Kársnesbraut 102-104
- Dreifing: Verslanir um allt land
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna geta skilað í verslunina þar sem hún var keypt henni gegn fullri endurgreiðslu. Varan er ekki hættuleg til neyslu en fyrir mistök eru innihaldsefni í sælgætinu sem eru inni í eggjunum úr dýraríki eins og gelatín og karmín.
Mynd: mast.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Nemendur & nemakeppni5 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum
-
Frétt3 dagar síðan
Bain Capital kaupir Sizzling Platter í yfir milljarð dollara
-
Frétt2 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps