Frétt
Innköllun á vegan páskeggi
Matvælastofnun varar þá sem hafa keypt Freyju páskegg nr. 6 vegan vegna þess að sælgæti (hlaup) inn í eggjunum eru ekki vegan. Freyja Sælgætisgerð hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) stöðvað sölu og innkallað Dökk vegan Sælkera páskegg nr. 6 vegna þessa.
Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslu:
- Vörumerki: Freyja
- Vöruheiti: Dökkt vegan sælkera páskaegg.
- Geymsluþol: Allar dagsetningar
- Nettómagn: 340g
- Strikamerki: 5690545004202
- Framleiðandi: Freyja sælgætisgerð, Kársnesbraut 102-104
- Dreifing: Verslanir um allt land
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna geta skilað í verslunina þar sem hún var keypt henni gegn fullri endurgreiðslu. Varan er ekki hættuleg til neyslu en fyrir mistök eru innihaldsefni í sælgætinu sem eru inni í eggjunum úr dýraríki eins og gelatín og karmín.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar






