Markaðurinn
Innköllun á Svörtum Opal
Nói Síríus innkallar pakkningar af Svörtum Opal, 100g , vörunúmer 30324 með best fyrir dagsetningunni 12.1.2024.
Komið hefur í ljós að við framleiðslu á Svörtum Opal, sem er sykurlaus vara, að Rauður Opal sem ekki er sykurlaus hefur blandast saman við pökkun. Það olli því að þessi framleiðslulota af Svörtum Opal inniheldur sykur.
Við höfum þegar tilkynnt viðeigandi yfirvöldum um innköllunina og komið upplýsingum á framfæri til söluaðila um að viðkomandi vara verði tekin úr sölu og er ný framleiðslulota af svörtum Opal væntanleg í verslanir.
Við hvetjum þá sem keypt hafa svartan Opal til að athuga dagsetninguna á umbúðunum og koma pokunum til okkar eða farga vörunni ef við á. Við biðjumst innilegrar velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni1 dagur síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt2 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards