Frétt
Innköllun á íslensku batavía salati – Ástæðan: fannst glerbrot í vörunni
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á íslensku batavía salati sem Hollt og gott ehf. hefur dreift á markað. Ástæðan er að það fannst glerbrot í vörunni. Framleiðandinn garðyrkjustöðin Ösp, Laugarási hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurlands innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.
Innköllunin á við vöru sem hafa verið á markað eftir 21. febrúar:
- Vöruheiti: Íslenskt batavía salat í pottum
- Framleiðandinn: Garðyrkjustöðin Ösp, Laugarási
- Dreifingaraðilinn: Hollt og Gott ehf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
- Strikanúmer: 5690628007748 eða 6690628001494
- Dreifing: Bónus, Krónan, Hagkaup, Melabúðin, Kaupfélag Skagfirðinga
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni í næstu verslun eða hafa samband við dreifingaraðila Hollt og Gott ehf.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri






