Frétt
Innkalla fjórar tegundir af frosnum máltíðum
Matvælastofnun varar við neyslu á Singapore style noodles og Katsu Chicken with rice frá My protein, vegna hættu á að þær innihaldi ótilgreind jarðhnetuprótein. Samkaup hafa innkallað vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.
Upplýsingar um vörur sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: My protein
- Vöruheiti: Singapore style noodles
- Geymsluþol: allar dagsetningar til og með 10/09/2025
- Strikamerki: 5010482925673
- Nettómagn: 550gr
- Framleiðandi: Iceland Foods Ltd
- Framleiðsluland: UK
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Samkaup hf., Krossmóa 4, 260 Reykjanesbær
- Dreifing: Nettó, Kjörbúð, Krambúð og Iceland.
- Vörumerki: My protein
- Vöruheiti: Katsu Chicken with rice
- Geymsluþol: allar dagsetningar til og með 23/03/2026
- Strikamerki: 5010482925697
- Nettómagn: 350 gr.
- Framleiðandi: Framleiðandi: Iceland Foods Ltd
- Framleiðsluland: UK
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Samkaup hf., Krossmóa 4, 260 Reykjanesbær
- Dreifing: Nettó, Kjörbúð, Krambúð og Iceland.
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila til verslunarinnar þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.
Matvælastofnun varar við neyslu á Takeaway Chicken Jalfrezi og Takeaway Chicken Madras frá vörumerkinu Iceland vegna hættu á að þær innihaldi ótilgreind jarðhnetuprótein. Heimkaup hafa innkallað vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.
Upplýsingar um vörur sem innköllunin einskorðast við:
- Vöruheiti: Takeaway Chicken Jalfrezi og Takeaway Chicken Madras
- Vörumerki: Iceland
- Framleiðandi: Iceland Foods
- Innflytjandi: Heimkaup ehf.
- Framleiðsluland: England
- Lotunúmer: Öll lotunúmer
- Geymsluskilyrði: Frystivara
- Dreifing: Prís, Smáratorgi 3
Viðskiptavinir sem keypt hafa viðkomandi vörur eru hvattir til að skila í Prís Smáratorgi 3 og fá endurgreiðslu.
Myndir: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður







