Vertu memm

Frétt

Innkalla fjórar tegundir af frosnum máltíðum

Birting:

þann

Innkalla tvær tegundir af frosnum máltíðum

Matvælastofnun varar við neyslu á Singapore style noodles og Katsu Chicken with rice frá My protein, vegna hættu á að þær innihaldi ótilgreind jarðhnetuprótein. Samkaup hafa innkallað vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.

Upplýsingar um vörur sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: My protein
  • Vöruheiti: Singapore style noodles
  • Geymsluþol: allar dagsetningar til og með 10/09/2025
  • Strikamerki: 5010482925673
  • Nettómagn: 550gr
  • Framleiðandi: Iceland Foods Ltd
  • Framleiðsluland: UK
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Samkaup hf., Krossmóa 4, 260 Reykjanesbær
  • Dreifing: Nettó, Kjörbúð, Krambúð og Iceland.

 

  • Vörumerki: My protein
  • Vöruheiti: Katsu Chicken with rice
  • Geymsluþol: allar dagsetningar til og með 23/03/2026
  • Strikamerki: 5010482925697
  • Nettómagn: 350 gr.
  • Framleiðandi: Framleiðandi: Iceland Foods Ltd
  • Framleiðsluland: UK
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:  Samkaup hf., Krossmóa 4, 260 Reykjanesbær
  • Dreifing: Nettó, Kjörbúð, Krambúð og Iceland.

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila til verslunarinnar þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Jarðhnetuprótein ekki tilgreind í frosnum réttum

Matvælastofnun varar við neyslu á Takeaway Chicken Jalfrezi og Takeaway Chicken Madras frá vörumerkinu Iceland vegna hættu á að þær innihaldi ótilgreind jarðhnetuprótein. Heimkaup hafa innkallað vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.

Upplýsingar um vörur sem innköllunin einskorðast við:

  • Vöruheiti: Takeaway Chicken Jalfrezi og Takeaway Chicken Madras
  • Vörumerki: Iceland
  • Framleiðandi: Iceland Foods
  • Innflytjandi: Heimkaup ehf.
  • Framleiðsluland: England
  • Lotunúmer: Öll lotunúmer
  • Geymsluskilyrði: Frystivara
  • Dreifing: Prís, Smáratorgi 3

Viðskiptavinir sem keypt hafa viðkomandi vörur eru hvattir til að skila í Prís Smáratorgi 3 og fá endurgreiðslu.

Myndir: mast.is

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið