Freisting
Ingvar leiðandi í Salatbransanum
Ingvar Guðmundsson
Í nógu er að snúast hjá Ingvari á Salatbarnum við Faxafen enda mikill fjöldi sem kemur við hjá meistaranum daglega til að snæða sælkerasalat.
Fréttaritari kíkti í heimsókn til kappans í dag, en klukkan var um 12:30 (Já ég veit, það á ekki að trufla kokka á matmálstímum :), en fullt var út að dyrum og tók Ingvar sér smátíma í létt spjall.
Ingvar stendur vaktina alla daga og aðspurður um hvernig gengi og hve mikill fjöldi matargesta koma við hjá honum daglega, svarði hann: „Það gengur mjög vel og það koma um 160-180 manns í hádeginu og á kvöldin er heldur minna eða um 60-80 manns, sagði Ingvar.
|
|
Ingvar er ekki eingöngu með Salatbarinn, heldur er Veisluþjónustan hjá honum geysivinsæl en hann er pantaður um hverja helgi marga mánuði fram í tímann. Hann lætur ekki þar við sitja, heldur hafði hann yfirumsjón á nýútkominni matreiðslubók sem ber heitið „Kjúklingaréttir“ og útgefandi hennar er Skjalborg. Kjúklingaréttir er erlend bók sem var þýdd yfir á íslensku, en Ingvar eldaði þó fjölmarga rétti upp úr bókinni sem voru ljósmyndaðir og notaðir í matreiðslubókina.
Freisting.is mælir með Salatbarnum, um að gera að kíkja og fá sér léttan snæðing. Vigtin verður hliðhollari eftir nokkur skipti hjá Ingvari á Salatbarnum.
Myndir: Freisting.is | [email protected]

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics