Keppni
Ingibjörg Ringsted sigraði keppnina Dömulegur eftirréttur
Ingibjörg Ringsted framkvæmdarstjóri Lostætis á Akureyri sigraði keppnina Dömulegur eftirréttur sem haldin var á sýningunni Matur-inn 2013 í gær. Sýningin hófst á föstudaginn síðastliðinn í Íþróttahöllinni á Akureyri og lauk í gær og voru sýnendur um 30 talsins. Sýningin var haldin í sjötta sinn en hún er haldin á tveggja ára fresti, en síðast sóttu hana hátt í 15 þúsund manns á tveimur sýningardögum.
Ingibjörg gerði hvítsúkkulaðimús með súkkulaðiskrauti og hindberjabotni sem borið var fram í dessertglasi í keppninni Dömulegur eftirréttur, en uppskriftin verður birt hér á vefnum á næstu dögum.
Alls voru 6 keppendur en þær voru:
- Guðrún Gísladóttir – Framkvæmdarstjóri Átaks
- Ingibjörg Ringsted- Framkvæmdarstjóri Lostætis á Akureyri
- Hrafnhildur E. Karlsdóttir- Hótelstjóri Hótels KEA
- Vilborg Jóhannsdóttir – Eigandi tískuvörubúðarinnar Centro
- Martha Óskarsdóttir – Verkefnastjóri eldvarnareftirlit hjá Slökkviliðinu
- Jóna Jónsdóttir – Starfsmannastjóri Norðlenska
Í lok sýningar var uppboð á gjafakörfum frá sýnendum á sýningunni. Rúsínan í pylsuendanum var þegar matarboð fyrir 8 manns var boðið upp, þá ætlar Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi að koma í heimahús og elda 3ja rétta matarveislu og sjá um allan frágang. Var þessi veisla slegin til Darra – Eyjabita á Grenivík fyrir 210.000 kr. Norðlenska lagði sömu upphæð málefni liðs sem var Krabbameinsfélag Akureyrar og Nágrennis. Samtals safnaðist um 700.000 krónur til félagsins í uppboðinu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins