Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Iðnó opnar aftur – Sagan heldur áfram
Iðnó, menningarhúsið við Tjörnina í Reykjavík, lokaði fyrir rúmlega ári síðan, en rekstraraðilar á Iðnó þeir Þórir Bergsson matreiðslumaður og René Boonekamp sögðu á sínum tíma að ástæðan væri að það reyndist fjárhagslega ómögulegt að halda áfram með reksturinn á þessum fordæmalausu Covid tímum.
Í framhaldi þess auglýsti Reykjavíkurborg eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu undir menningarstarf og annað sem styður við starfsemi þess og eykur líf í húsinu.
Það er Björgvin Sigvaldason sem er nýr verkefnastjóri í Iðnó og Guðfinnur Sölvi Karlsson hjá Prikinu og Hressingarskálanum er rekstraraðili Iðnó.
Sjá einnig:
Í tilkynningu frá Iðnó kemur fram að húsið mun opna á allra næstu dögum.
Í dag eru rekstraraðilar að standsetja húsið, sem hefur verið lokað eins og áður segir í meira en ár, og því af nægu að taka við að koma því í gang.
Iðnó verður opið alla daga frá morgni til kvölds. Áfram verður rekinn matsölustaður/kaffihús í hluta hússins þar sem boðið verður upp á mat, drykk, kökur og kleinur.
Rekstraraðilar lofa því að Iðnó verði lifandi hús, miðstöð tónlistar, dans, leiklistar, myndlistar og hins talaða orðs í Reykjavík eins og það hefur verið síðan 1896, segir í tilkynningu sem endar á orðunum: Sagan heldur áfram.
Myndir: facebook / Iðnó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur