Vertu memm

Markaðurinn

Icelandic Lamb Award of Excellence viðurkenningar veittar í þriðja sinn

Birting:

þann

Award of Excellence viðurkenningar Icelandic Lamb - 2019

Award of Excellence viðurkenningar Icelandic Lamb voru veittar í þriðja sinn í hádeginu á Hótel Sögu.  Viðurkenningarnar veitir Markaðsstofan Icelandic lamb til samstarfsveitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári.

Í dómnefndinni í ár sátu Eva Laufey Kjaran, Ólafur Örn Ólafsson og Andrés Vilhjálmsson.

Veittar eru viðurkenningar til staða sem þóttu hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti, áherslu á lambakjöt á matseðli, útfærslu og upplifum. Í ár hlutu 18 veitingastaðir viðurkenningu en þeir eru:

  • Apotek Restaurant
  • Bjargarsteinn
  • Fiskfélagið
  • Gamla Kaupfélagið á Akranesi
  • Grillið – Hótel Sögu
  • Grillmarkaðurinn
  • Haust Restaurant
  • Höfnin
  • Kol
  • Íslenski Barinn
  • Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
  • Lamb Street Food
  • Laugaás
  • Matakjallarinn
  • Múlaberg Bistro
  • Narfeyrarstofa
  • Von Mathús
  • VOX

Í dag eru 170 veitingastaðir í samstarfi við Icelandic Lamb, en tilgangur og markmið samstarfsins er að stuðla að því að skapa íslensku lambakjöti frekari sess sem hágæða vöru, með kynningu og notkun á merki Icelandic Lamb.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið