Markaðurinn
Icelandic Lamb Award of Excellence viðurkenningar veittar í þriðja sinn
Award of Excellence viðurkenningar Icelandic Lamb voru veittar í þriðja sinn í hádeginu á Hótel Sögu. Viðurkenningarnar veitir Markaðsstofan Icelandic lamb til samstarfsveitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári.
Í dómnefndinni í ár sátu Eva Laufey Kjaran, Ólafur Örn Ólafsson og Andrés Vilhjálmsson.
Veittar eru viðurkenningar til staða sem þóttu hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti, áherslu á lambakjöt á matseðli, útfærslu og upplifum. Í ár hlutu 18 veitingastaðir viðurkenningu en þeir eru:
- Apotek Restaurant
- Bjargarsteinn
- Fiskfélagið
- Gamla Kaupfélagið á Akranesi
- Grillið – Hótel Sögu
- Grillmarkaðurinn
- Haust Restaurant
- Höfnin
- Kol
- Íslenski Barinn
- Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
- Lamb Street Food
- Laugaás
- Matakjallarinn
- Múlaberg Bistro
- Narfeyrarstofa
- Von Mathús
- VOX
Í dag eru 170 veitingastaðir í samstarfi við Icelandic Lamb, en tilgangur og markmið samstarfsins er að stuðla að því að skapa íslensku lambakjöti frekari sess sem hágæða vöru, með kynningu og notkun á merki Icelandic Lamb.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir






