Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Í nógu að snúast hjá The Gastro Truck – Framundan er PopUp, góðgerðarmál og októberfest – Linda: „Þetta er rétt byrjunin…“

Birting:

þann

The Gastro Truck

The Gastro Truck

Það má með sanni segja að það séu spennandi tímar framundan hjá matarbílnum The Gastro Truck, PopUp, góðgerðarmál, októberfest ofl.

Matarbíllinn The Gastro Truck kom fyrst á götuna árið 2017 og hefur hann frá upphafi verið einn vinsælasti matarbílinn á Íslandi.

Í byrjun bauð The Gastro Truck upp á aðeins einn rétt og flakkaði matarbílinn víða og bauð upp á hádegisopnanir hér og þar um Reykjavíkursvæðið sem fljótlega teygði sig yfir á Akranes og á Selfoss.

Að auki var The Gastro Truck viðstaddur á hinum ýmsu hátíðum, vinnustaðapartý, brúðkaup og böll svo fátt eitt sé nefnt.

The Gastro Truck

Crispy Spicy kjúklingaborgari

The Gastro Truck býður upp á svokallað „upper class street food“ eða vandað götufæði og er lagt mikla áherslu á ferskt og gott hráefni þar sem allt er búið til frá grunni. The Gastro Truck býður meðal annars upp á Crispy Spicy kjúklingaborgara og Crispy Spicy Veganborgara.

The Gastro Truck

The Gastro Truck vefjurnar

Með aukinni eftirspurn þurfti að bæta við eldunartækjum sem dugði þó skammt, því ári síðar, 1. júní 2018, opnuðu eigendur stað í Granda Mathöll. Þann 21. mars 2019 opnaði The Gastro Truck síðan í Mathöll Höfða og hafa undirtektir verið framar björtustu vonum eigenda.

Upphaflega voru eigendurnir tveir, þau Linda Björg Björnsdóttir og Gylfi Bergmann Heimisson, en Linda keypti síðan hlut Gylfa, fyrrverandi sambýlismanni sínum.

PopUp í Vestmannaeyjum – Starfsmenn The Gastro Truck gefa vinnu sína

The Gastro Truck

The Gastro Truck

Linda Björg Björnsdóttir

Framundan er PopUp í Vestmannaeyjum:

„það er skemmtileg nýjung, þar sem við mætum á svæðið í fullbúin eldhús og gerum skemmtilegt PopUp í samstarfi með öðrum veitingastöðum eða eins og í þessu tilviki The Brothers Brewery, öl brugghúsi í Vestmannaeyjum.“

Segir Linda í samtali við veitingageirinn.is, og bætir við:

„Þetta er rétt byrjunin og við erum opin fyrir að flakka um landsbyggðina og elda í samvinnu með öðrum stöðum þegar trukkurinn kemst ekki eins mikið ferða sinna á há vetrartíma. Á meðan vel valið starfsfólk fer til Vestmannaeyja um helgina, þá ætlum við á trukknum að steikja okkar vinsælu kjúklingaborgara fyrir Styrktarfélag Krabbameins veikra barna.

Við ætlum að gefa vinnu okkar og höfum við einnig fengið okkar frábæru birgja í lið með okkur sem ætla að veita góðann afslátt af vörum sínum sem félagið fær að njóta góðs af.“

Framundan er einnig heljarinnar Októberfest bæði á Granda og á Höfða og þar verður The Gastro Truck með skemmtilegt twist á borgaranum þeirra í tilefni af Októberfest og sjálfsögðu nóg af öli.

Mælum með því að fylgjast vel með The Gastro Truck á facebook fyrir nánari upplýsingar um komandi viðburði.

Til gamans má geta að þegar pantað er matur á heimasíðu The Gastro Truck þá geta gestir skráð sig á póstlista og fá um leið skemmtilegan glaðning.

Kynningarmyndband:

Fleiri The Gastro Truck fréttir hér.

Myndir: facebook / The Gastro Truck

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið