Vertu memm

Keppni

Í nógu að snúast hjá stjórn Arctic Challenge

Birting:

þann

Strikið

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá stjórn Arctic Challenge, en AC eru félagssamtök gerð til þess að efla hugvit og ástríðu veitingamanna á Norðurlandi.

Nú er annasamt sumar að fara ganga sinn garð og loks höfum við í stjórn Arctic Challenge færi á að fara skipuleggja fyrir komandi haust. Eftir aðalkeppnina og allan meðbyrinn sem við fengum þá var ákveðið að gera meira heldur en þessa einu keppni og gera AC að félagasamtökum. Til þess eins að efla samheldni og upphefja okkar frábæra fagfólk sem við höfum að geyma hérna á Norðurlandi og til þess að hægt sé að keppa í heimabæ.

Við erum svo heppin að Verkmenntaskólinn á Akureyri er búin að gefa okkur leyfi að halda alla okkar viðburði í framtíðinni hjá þeim. Þar er kjörið eldhús og salarsvæði til þess að halda metnaðarfullar keppnir/viðburði sem við munum svo sannarlega nýta okkur.

Einnig erum við komin með þrjá bakhjarla sem eru; Ekran, Kjarnafæði Norðlenska hf & Globus. Þessi fyrirtæki gefa okkur alveg ómetanlegan stuðning og viljum við því þakka þeim kærlega fyrir að liðsinna okkur til að gera næstu viðburði að veruleika.

Í haust þá erum við að setja á fót okkar fyrstu eftirréttakeppni sem verður haldin 1sta Október. Við erum núna önnum kafinn að græja allt fyrir hana hvað varðar vinninga, keppnisreglur, dómara, o.sfrv. Við opnum fyrir umsóknum til þess að taka þátt fljótlega en það geta hverjir sem er í faginu tekið þátt. Hvort sem þú ert framreiðslumaður, bakari, matreiðslumaður eða í kjötiðn. Þá mælum við eindregið með að taka þátt því það er einnig til mikils að vinna.

Þann 5ta Nóvember munum við halda Galadinner í VMA. Þar munu ýmsir veitingastaðir á Akureyri vera með í að skapa sjö rétta máltíð ásamt vínpörun. Stefnan er að halda skemmtilegt kvöld með góðum mat & vín með veislustjóra sem leiðir okkur í gegnum kvöldið ásamt nokkrum skemmtiatriðum. Allt til þess að leggja góðu málefni í lið þar sem allur ágóði miðasölu fer í góðgerðarmál.

Auglýsingapláss

Síðan mun auðvitað aðalkeppnin okkar vera haldinn í Janúar þar sem verður keppt fyrir titilinn “Arctic Chef” og “Arctic Mixologist”.

Einnig má nefna nemakeppni/dag sem verður haldinn stuttu eftir aðalkeppnina en það verður auglýst þegar 2023 er gengið í garð og það er aldrei að vita nema við gerum eitthvað meira heldur en það sem ég er búinn að nefna hér.

Því má með sanni segja lesandi góður að það er mörg járn í eldinum. Ef þú er fagmenntaður eða nemandi í matreiðslu/kjötiðn/framreiðslu eða bakari þá endilega hafðu samband á heimasíðu Arctic Challenge til þess að gerast félagsmaður. Félagsmenn fá allar fréttir/upp á komandi keppnir beint til sín í tölvupósti. Þannig fer ekkert framhjá ykkur með hvað AC er að setja upp í framtíðinni. Einnig hvetjum við alla sem hafa áhuga á öllu sem tengist veitinga lífi hvort þú sért fagmenntaður/nemandi eða ekki að fylgja okkur á samfélagsmiðlum hvort það sé á facebook eða instagram.

Mynd: arcticchallenge.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið