Freisting
Í nógu að snúast hjá Hrefnu Sætran
|
Það er svo sannarlega í nógu að snúast hjá landsliðskonunni Hrefnu Sætran, en um þessar mundir er allt að verða tilbúið á nýja veitingastaðnum hennar Fiskmarkaðnum við Aðalstræti 12.
Freisting.is lagði fyrir hana nokkrar spurningar um undirbúninginn ofl.
Hvernig gengur undirbúningurinn?
Það gengur mjög vel hjá okkur og við ætlum að opna fyrir prufukvöldverði í þessari viku og sjá hvernig landið liggur út frá því, en allar græjurnar eru komnar í eldhúsið og við bíðum spennt eftir að fara að prófa þær
Allt ný tæki þá?
Já, til dæmis erum við með risa steikarpönnu, gas og span, rhoner, djúpsteikingarpott, salamander, walk-inn kælir og frystir og shockfrysti svo eitthvað sé nefnt. Það er verið að leggja lokahönd á innréttingarnar og búið að mála og parketleggja, semsagt allt að smella, sagði Hrefna með bros á vör.
Hvaða matreiðslumenn ertu búinn að fá með þér?
Það eru þeir Ívar Unnsteinsson (lærði á apótekinu og var á sjávarkjallaranum), Elvar Már Torfason (lærði á lækjabrekku og var á sjávarkjallarnum, thorvaldsen og silfur), Gunnlaugur Pakpum Frímansson (Lærði á sjávarkjallarnum og silfur og Matreiðslunemi ársins 2006 og aðstoðarmaður í landsliðinu) Þetta voru nákvæmlega þeir kokkar sem
|
mig langaði mest að vinna með í þessu verkefni og var ég mjög heppin að þeir vildu koma og vinna hjá mér. Við höfum öll mikinn áhuga á matargerð frá austri og að blanda henni við okkar frábæra hráefni og höfum mikla kunnáttu í því. Já, það er nefnilega munur á sojasósu og sojasósu, sagði Hrefna skellihlægjandi og bætti við, en við erum mikið búinn að spá í öllum brögðum og þekkjum þau vel.
Við erum búin að fara til New York og london og vinna t.d. á Nobu og út að borða út um allt og pæla mikið í þessu. Svo vinnum við líka mjög vel saman og erum góðir vinir.
Hvernig er með matreiðslunema, ertu búinn að fá einhverja?
Já, ég er komin með 2 kokkanema sem mér líst mjög vel á og 3 frábæra uppvaskara en okkur vantar fleiri kokkanema.
Er vínseðillinn og matseðillinn orðin klár?
Þetta er allt að smella, en matseðillinn, vínseðillnn og kokteilseðillinn eru enn í vinnslu en þegar við opnum þá verður hann kominn á netið. Ég er búin að vera að vinna með góðu fólki í því að flytja inn nýtt hráefni til að leika okkur með og gengur það líka vel.
Freisting.is þakkar Hrefnu fyrir spjallið og óskar henni góðrar velgengni með nýja veitingastaðinn.
Heimasíða Fiskmarkaðsins er: www.fishmarket.is
Mynd: © Basi.is | [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar19 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s