Viðtöl, örfréttir & frumraun
Í dag opnar nýr veitingastaður sem stendur við gefin loforð…
Alltaf gaman að glugga í gamalt efni á timarit.is. Með fylgir auglýsing frá veitingastaðnum Punktur og pasta sem birt var í Morgunblaðinu föstudaginn 12. maí 1989. Punktur og pasta var til húsa við Amtmannsstíg 1 í Reykjavík þar sem áður var veitingastaðurinn Torfan.
Eigendur voru Gunnar Kristjánsson framreiðslumaður, Snorri Snorrason og Sturla Birgisson matreiðslumeistarar.
Punktur og pasta var valinn Veitingahús vikunnar í Dagblaðinu, 2. júní 1989 en þar var staðnum lýst að innréttingar í aðalsal veitingahússins eru nútímalegar og haganlega hannaðar fyrir veitingahúsarekstur, en þar segir:
Matseðillnn er mjög fjölbreyttur þótt pastaréttir séu að sjálfsögðu fyrirferðarmestir. Annars skiptist matseðillinn i sex hluta, forrétti/smárétti, salöt, brauðlokur, pastarétti, aðalrétti og eftirrétti.
Í forrétt er meðal annars boðið upp á „Nachos con salsa“, kornflögur með sterkri mexíkanskri sósu, kjúklingapaté á glóðuðu brauði með rifsberjahlaupi og bufftartar með basilikum á glóðuðu brauði.
Af salötum er ástæða til að vekja sérstaka athygli á Sesarsalati með parmesanosti, brauðteningum, ansjósum og Sesarsósu. Verð á smáréttum og salötum er frá 290 kr. til 690 kr.
Fjölbreytt úrval pastarétta skreytir matseðilinn og geta allir fengið matreitt pasta samkvæmt eigin smekk. Pastaréttirnir eru seldir í hálfum og heilum skömmtum. Verð á heilum skammti er frá 545 kr. til 990 kr.
Í aðalrétt má meðal annars fá gljáða, ferska sjávarrétti, grillaða humarhala, steikta smálúðu með sveppasósu, „Stuffino“ nautalundir í strimlum með ljúfri sósu, Lambaorður með mildri sinnepssósu og kálfasneiðar með humarhölum og sítrónusafa.
Þá er boðið upp á fisk dagsins og þess ávallt gætt að hann sé ferskur. Meðlæti með aðalréttum getur gesturinn valið sjálfur af sérstökum lista.
Verð á aðalréttum er frá 680 kr. til 1975 kr.
Í eftirrétt er hægt að fá ferskt ávaxtasalat, súkkulaðitertu, ís og osta. Verð á eftirréttum er frá 75 kr. til 475 kr.
Vínlistinn á veitingastaðnum Punktur og pasta er öðruvísi en maður á að venjast og ber merki aukinnar vínmenningar með auknu vínúrvali.
Þá þurfa gestir ekki að panta sér flösku af uppáhaldsvíni sínu því hægt er að panta glas af öllum tegundum hvítvíns og rauðvíns sem boðið er upp á.
Mynd: timarit.is / Morgunblaðið, föstudaginn 12. maí 1989
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður