Freisting
Hvort eru Gordon Ramsey og Jamie Oliver matreiðslu-, eða kaupsýslumenn ?
Íslandsvinurinn Jamie Oliver í Hafrúnu
Í blaðagrein í The Daily Telegraph nýlega þar sem blaðamaður ræddi við hin aldna og reynda veitingarýnir Egon Ronay, meðal annars velti hann upp þeirri spurningu sem greinin hefst á, og eflaust eru deildar meiningar þar um eins og annars staðar.
Egon Roney fæddist fyrir 93 árum í Ungverjalandi árið 1915, 31 árs kemur hann til Bretlands allslaus en innan skamms tíma var hann farinn að reka veitingastað þar í borg og um 11 árum seinna selur hann veitingastaðinn til að geta einbeitt sér að matarskrifum árið 1957 og er hann talinn hafa með þeim skrifum umbylt matarvenjum Breta.
Hann vill meina að menn eins og þeir er nefndir eru í upphafi séu komnir of langt frá rótinni og gólfinu og hugsi meira um peningahliðina en faghliðina og eitt aðalmarkmið þeirra sé ekki að elda góðan mat heldur að markaðsetja sig sem vörumerki.
Ronay hefur skrifað um mat og fylgst með breytingum í hart nær ½ öld þannig að það er ekki hægt að horfa framhjá því sem hann segir.
Hver er ykkar skoðun?
Segðu þitt álit með því að smella hér
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt2 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið