Freisting
Hvönn hefur áhrif á bragðgæði lambakjöts

Hvannarbeit hefur áhrif á bragðgæði lambakjöts að því er fram kemur í rannsókn sem Matís, Matvælarannsóknir Íslands hefur gert á lömbum frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dalabyggð, en þetta kemur fram á Vesturlandsvefnum Skessuhorn.
Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur samvinnuverkefni verið í gangi á vegum hjónanna í Ytri-Fagradal, Búnaðarsamtaka Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matís. Tilgangur verkefnisins var að kanna hvort hvönnin hefði áhrif á kjötið á einhvern hátt, bæði bragð og aðra eiginleika þess.
Samkvæmt mati sérþjálfaðs hóps hjá Matís reyndust hvannalömbin hafa meiri kryddlykt og bragð í samanburði við lömb sem ganga í hefðbundu beitarlandi, en þau höfðu hið hefðbundna lambakjötsbragð. Stefnt er að frekari rannsóknum á þessu sviði á næstu misserum.
Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands sagði í samtali við Skessuhorn í gær að þarna væri sannarlega um nýjan kost að ræða í lambakjötsflórunni. Fróðlegt yrði einnig að skoða hvort hvönnin væri áhugaverð beitarjurt því að greinilegt væri að lömbin sæktu í plöntuna. Næsta ár yrði þá hugað að því að beita á hvönn á landi vegna þess að því fylgdi töluverð fyrirhöfn að flytja lömbin út í eyjar. Þessi tilraun getur verið lykillinn að menningartengdri ferðaþjónustu fyrir þetta svæði og bændur í Ytri-Fagradal.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





