Freisting
Hvönn hefur áhrif á bragðgæði lambakjöts
Hvannarbeit hefur áhrif á bragðgæði lambakjöts að því er fram kemur í rannsókn sem Matís, Matvælarannsóknir Íslands hefur gert á lömbum frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dalabyggð, en þetta kemur fram á Vesturlandsvefnum Skessuhorn.
Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur samvinnuverkefni verið í gangi á vegum hjónanna í Ytri-Fagradal, Búnaðarsamtaka Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matís. Tilgangur verkefnisins var að kanna hvort hvönnin hefði áhrif á kjötið á einhvern hátt, bæði bragð og aðra eiginleika þess.
Samkvæmt mati sérþjálfaðs hóps hjá Matís reyndust hvannalömbin hafa meiri kryddlykt og bragð í samanburði við lömb sem ganga í hefðbundu beitarlandi, en þau höfðu hið hefðbundna lambakjötsbragð. Stefnt er að frekari rannsóknum á þessu sviði á næstu misserum.
Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands sagði í samtali við Skessuhorn í gær að þarna væri sannarlega um nýjan kost að ræða í lambakjötsflórunni. Fróðlegt yrði einnig að skoða hvort hvönnin væri áhugaverð beitarjurt því að greinilegt væri að lömbin sæktu í plöntuna. Næsta ár yrði þá hugað að því að beita á hvönn á landi vegna þess að því fylgdi töluverð fyrirhöfn að flytja lömbin út í eyjar. Þessi tilraun getur verið lykillinn að menningartengdri ferðaþjónustu fyrir þetta svæði og bændur í Ytri-Fagradal.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Skemmtilegt viðtal við franska bakarameistarann Remy Corbet – Steinn Óskar: how do you like iceland? – Vídeó