Frétt
Hvernig tökum við á móti ferðamönnum frá Kína? Áhugaverður fræðslufundur
Áhugaverður fræðslufundur var haldinn í gær miðvikudaginn 22. janúar 2020 um kínverska ferðamenn.
Á fundinum var m.a. fulltrúi frá Visit Copenhagen með fræðsluefni sem útbúið hefur verið fyrir starfsmenn í framlínu ferðaþjónustu í Danmörku. Einnig var erindi um menningarmun og það hvernig Kínverjar upplifa Ísland.
Greinilegt var á viðtökum að framtakið var kærkomið. Uppselt var í salinn og á annað hundrað manns fylgdust með beinu streymi sem hægt er að horfa á í spilaranum hér að neðan:
Hvernig tökum við á móti ferðamönnum frá Kína?
Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa, Íslandsstofa og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið standa að fræðslufundi miðvikudaginn 22. janúar 2020 um kínverska ferðamenn.Á fundinum mun m.a. fulltrúi frá Visit Copenhagen kynna fræðsluefni sem útbúið hefur verið fyrir starfsmenn í framlínu ferðaþjónustu í Danmörku. Einnig verða erindi um menningarmun og það hvernig Kínverjar upplifa Ísland.
Posted by Ferðamálastofa / Icelandic Tourist Board on Wednesday, January 22, 2020
Erindi fyrirlesara er hægt að lesa í PDF skjölum hér að neðan.
Hvaða þjónustu sinnir sendiráðið fyrir kínverska ferðamenn?
-Jin Zhujian, sendiherra Kína á Íslandi
Hvað er Chinavia fræðsluefnið og hvernig gagnast það íslenskum fyrirtækjum?
-Thea Hammerskov, forstöðumaður viðskiptatengsla Visit Copenhagen
Hvernig virkar markaðssetning í Kína m.t.t. menningar og tækni?
-Ársæll Harðarson, svæðisstjóri Icelandair í Asíu
Hvernig skynja kínverskir ferðamenn Ísland?
-Grace – Jin Liu, leiðsögumaður
Fundarstjóri var Jónína Bjartmarz, formaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins.
Mynd: ferdamalastofa.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024