Vertu memm

Greinasafn

Hvernig á að geyma rauðvín og hvítvín?

Birting:

þann

Ekki batna öll vín við geymslu. Flest vín eru gerð með það fyrir augum að vera drukkin ung og halda sér kannski í 2-3 ár eftir að þau koma á markað. Þau vín sem batna við geymslu þurfa að hafa eitthvað til að bera sem heldur þeim lifandi í mörg ár. Það er burðargrindin í víninu – sýra, tannín, sykur og vínandi – og jafnframt þessu þarf vínið að hafa nægan ávöxt og vera í jafnvægi. Yfirleitt geymast rauðvín betur en hvítvín, bragðmikil vín betur en þau bragðminni og dýr vín betur en ódýr vín.

Geymsla í skamman tíma: Flest vín þola vel að geymast í nokkra mánuði og þá skipta aðstæður í raun litlu máli. Samt er ástæða til að forðast mikinn hita eða frost, svo og miklar hitasveiflur.

Geymsla í langan tíma: Sé vín geymt í langan tíma, þ.e. mörg ár, er mikilvægt að hitastig sé stöðugt og hitasveiflur litlar. Ákjósanlegt hitastig er á bilinu 10-14°, en hitastigið sjálft skiptir ekki svo miklu máli og getur verið allt að stofuhita. Við stofuhita þroskast vínið tiltölulega hratt, en í kaldri geymslu er þroskinn mun hægari. Hitabreytingar hafa áhrif á tappann og valda því að súrefni kemst að víninu, en súrefni flýtir mikið fyrir hrörnun víns. Flöskurnar þurfa að liggja til að halda tappanum rökum og þéttum. Mygla ofan á tappa er ekki merki um að vín sé skemmt.

Ljós: Vín ætti að geymast á dimmum stað því talið er að ljós geti haft skaðleg áhrif á litarefni og gæði víns. Þess vegna eru vínflöskur litaðar til að draga úr áhrifum ljóss. Kampavín og freyðivín eru sérstaklega viðkvæm fyrir ljósi.

ÁTVR

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið