Markaðurinn
Hver röndóttur djúpsteikt ostakaka
Á fimmtudaginn var hélt Dreifing heljar kynningu á Grand hotel á vörum frá McCain kartöfluframleiðandum, en eins og menn vita þá er þetta fyrirtæki það stærsta í heiminum á sínu sviði.
Var þarna ýmsar útgáfur af kartöflum, laukhringjum, ostafingrum og grænmeti allt í einhvers konar panneringu, en samt ekki allt því þarna mátti finna spínat og ætiþystlaböku, fylltar kartöflur, kartöflumauk svo eitthvað sé nefnt.
Það sem heillaði mig mest var ábætisborðið, þar var áðurnefnd djúpsteikta ostakaka, einnig var um að velja Banana Foster bita, Súkkulaði brownie bitar og súkkulaði trufflur allt saman djúpsteikt og alveg geggjað á bragðið.
Yfir heildina verður að viðurkennast að McCain er firnasterkt og einungis hágæðavörur sem koma frá þeim.
Þeir sem misstu af þessari kynningu, ráðlegg ég að fara niður í Dreifingu og kynna sér úrvalið sem í boði er.
Meðfylgjandi myndir eru frá kynningunni.
Myndir og texti: Sverrir Halldórsson

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt5 dagar síðan
Bain Capital kaupir Sizzling Platter í yfir milljarð dollara