Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? Sindri: „þurfti að sanna það fyrir gesti að soja mjólk valdi ekki heilaskaða“

Sigurvegari í keppninni Eftirréttur Ársins í ár var Sindri Guðbrandur Sigurðsson frá Silfru.
Mynd: Garri.is
Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.
Þorsteinn skoraði á Sindra að taka við keflinu og eru hér svörin hans.
Fullt nafn:
Sindri Guðbrandur Sigurðsson.
Fæðingardagur og ár:
16. desember 1995.
Áhugamál?
Matur, tattoo, ferðast, tónlist og íþróttir.
Maki og Börn?
María Dögg Elvarsdóttir og sonur okkar Eron Frosti Sindrason.
Hvar lærðir þú?
Ég var seinastur til að útskrifast úr Perlunni áður en það lokaði 2016.
Núverandi starf?
Yfirkokkur á Silfra sem er á Ion hótel á Nesjavöllum.
Hvert er uppáhalds hráefnið þitt?
Ferskar trufflur og morrel sveppir en maður kemst alltof sjaldan í það.
Segðu okkur eitthvað sem enginn annar veit um þig?
Ég kann ekki að flauta.
Hverjir eru helstu veikleikar þínir í starfinu?
Enginn sem mér dettur í hug, en eru eflaust eitthverjir.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Það er eitthvað sem allir hafa lent í, salt í staðinn fyrir sykur.
Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Það er helling, en maður er bundinn þagnarskyldu, en ég elska að gefa pabba að borða, hann er mikill matgæðingur.
Hvaða íslenski skyndibitastaður er í uppáhaldi hjá þér og af hverju?
Le kock og Mandi báðir staðirnir eru unique.
Hver er skrítnasta ósk sem þú hefur fengið inní eldhús?
Það er ekkert sem kemur mér á óvart lengur en ég þurfti að sanna það fyrir gesti að soja mjólk valdi ekki heilaskaða.
Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Það er örugglega þegar ég var að byrja í veiðihúsi, það voru 18 tímar þar sem gestir borða yfirleitt seint.
Í hvaða mörgum keppnum hefur þú tekið þátt í?
Kokkur ársins 2017 – Topp 12.
Eftirréttur ársins 2016 – Ekkert sæti.
Euro skills 2019 – 1. sæti.
Eftirréttur ársins 2019 – 1. sæti.
Og framundan er Ólympíuleikarnir með Kokkalandsliðinu í febrúar 2020 og Euro skills í Graz Austurríki 2020.
Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Blandarinn er mikið notaður.
Besti matur sem þú hefur smakkað?
Það var á Bord’Eau í Amsterdam, 2 michelin stjörnu staður.
Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Allavega ekki þar sem ég þarf að sitja mikið.
Hver er uppáhalds fagmaður þinn í veitingabransanum á Íslandi og af hverju?
Það er ómögulegt að velja einhvern einn, því að þeir eru margir.
Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Ég ætla að skora á Kristinn Jónsson, hann er spennandi gaur.

-
Keppni4 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025