Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? – Kristinn: „við öskruðum úr okkur allan kraft“
Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.
Sindri skoraði á Kristinn að taka við keflinu og eru hér svörin hans.
Fullt nafn:
Kristinn Gísli Jónsson
Fæðingardagur og ár:
17. apríl 1996
Áhugamál?
Matur, vín, ferðalög.
Maki og Börn?
Kærastan mín Björg Eva.
Hvar lærðir þú?
Ég lærði á Lava Restaurant og á Dill.
Núverandi starf?
Kokkur á silfra Restaurant
Hvers vegna fórstu í kokkinn?
Fór í kokkinn vegna þess að það var alltaf mikill áhugi á matreiðslu hjá mér.
Segðu okkur eitthvað sem enginn annar veit um þig?
Er með hrikalega golfsveiflu.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Þau eru svo mörg, ekki hægt að velja.
Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Beyoncé og Jay Z.
Hvaða íslenski skyndibitastaður er í uppáhaldi hjá þér og af hverju?
Le Kock, þeir gera bestu geggjaðan skyndibita.
Hver er skrítnasta ósk sem þú hefur fengið inní eldhús?
Blue nauta short ribs.
Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Um 16 klst, man ekki ástæðuna
Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Thermomix.
Besti matur sem þú hefur smakkað?
Smakkseðill á Asador Extebarri.
Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Örugglega bara ennþá að reyna klára framhaldsskóla.
Hver er uppáhalds fagmaður þinn í veitingabransanum á Íslandi og af hverju?
Það eru svo margir sem ég lít upp til að ég get ekki valið.
Kristinn er meðlimur í Kokkalandsliðinu. Eins og kunnugt er þá lenti liðið í 3. sæti á Ólympíuleikunum sem haldnir voru í Stuttgart í Þýskalandi nú á dögunum, sjá nánar hér.
Hvernig var tilfinningin að heyra Ísland í 3. sæti á Ólympíuleikunum?
Það var alveg magnað að heyra það, við öskruðum úr okkur allan kraft.
Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Snorri Victor Gylfason því hann er lang flottastur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?