Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hver er maðurinn? Halldóra: „Aldrei að hætta að læra, vera opin fyrir breytingum og gera betur en í gær“

Birting:

þann

Halldóra Guðjónsdóttir

Halldóra Guðjónsdóttir

Liðurinn hver er maðurinn?, hefur hafið göngu sína á ný.  Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum.  Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.

Sú sem er fyrst til að ríða á vaðið er Halldóra Guðjónsdóttir.

Fullt nafn?
Halldóra Guðjónsdóttir

Fæðingardagur og ár?
16.11.89

Áhugamál:
Fara í leikhús, líkamsrækt, bjóða góðum vinum í mat, vera með fjölskyldunni minni, að fara saman í sund eða á kaffihús þar sem er dótahorn fyrir börnin.

Maki og Börn?
Bjarni Rúnar Bequette. Við eigum saman Helgu Rún og Hilmi Þór.

Hvar lærðir þú?
Ég lærði á Grand Hótel og er framreiðslumaður.

Starf?
Rekstrarstjóri hjá Hannes Boy, Kaffi Rauðku og Sunnu veitingastaðnum á Sigló Hótel.

Hver er uppáhalds veitingastaðurinn þinn?
Hannes Boy.. má það? Fljótlegur og góður matur, fullkomið þegar maður er með 2 lítil börn.

Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í starfi þínu?
Ég var nýbyrjuð að vinna á hóteli og vann í morgunmatnum, þá beið eftir mér miði með nokkrum herbergjanúmerum og skilaboð um að ég ætti að banka á hurðina og gera „wake up call“.

Ég þurfti að flýta mér svakalega að þessu til að ná að gera allt áður en ég átti að opna, þegar ég var svo hálfnuð með að banka á hurðarnar áttaði ég mig á því að ég var á vitlausum gangi…

Auglýsingapláss

Hvert er þitt mesta afrek í bransanum?
Þegar ég var 24 ára starfaði ég sem hótelstjóri.

Þegar ég vann sem flugfreyja bjargaði ég 3 ára stelpu sem var í öndurnarstoppi, það borgar sig að fylgjast vel með í skyndihjálp í MK.

Hver er skrítnasta eftirspurn sem þú hefur tekið pöntun á?
Eitt sem stendur uppúr er grænmetisæta sem ég þjónaði um kvöldið en svo fékk hún sér skinku í morgunmatnum.

Hefur þú sett þér eitthvað markmið fyrir framtíðina?
Já, aldrei að hætta að læra, vera opin fyrir breytingum og gera betur en í gær.

Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Það voru 32 tímar, ég var þá hótelstjóri á Fosshótel Núpum.  Í raun og veru var ekkert sérstakt að gera.

Ég byrjaði á því að sjá um morgunmatinn, svo tók við skrifstofuvinna, kvöldvakt í salnum og um nóttina tók ég norðurljósavakt, svo morgunmatinn í framhaldi af því.

Ég lagði mig í um 5 tíma og tók svo kvöldkeyrsluna.  Þetta var áður en ég eignaðist börn….

Hvað kemur þér í jólaskap?
Skreyta, þrífa, pakka inn, sjá þegar krakkarnir kíkja í skóinn sinn á morgnana, fara með krakkana að hitta jólasveininn og allir þessir litlu hlutir.  Þetta er svo skemmtilegt þegar maður á börn, þeim finnst þetta svo gaman.

Hvað finnst þér ómissandi að gera um jól og áramót?
Borða góðan mat, knúsa fjölskylduna og skála í kampavín um áramótin.

Horfir þú á einhverja sérstaka jólamynd til að komast í jólaskap?
Enga sérstaka, mér finnst skemmtilegra að hlusta á jólalög og þá eru jólalög með Elvis í uppáhaldi.

Auglýsingapláss

Næstur til að taka við keflinu er Sigurður Sigurðsson matreiðslumaður á Nostru.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið