Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver bauð fyrst upp á Jólahlaðborð á Íslandi?
Pistillinn „Jólaglögg – Jólahlaðborð og Þorláksmessuskata“ eftir hann Wilhelm W.G.Wessman framreiðslumeistara hefur vakið mikla athygli þar sem Wilhelm segir meðal annars að fyrsta Jólahlaðborðið hafi verið haldið í Grillinu 21. desember árið 1980.
Fróðir menn segja að þetta sé ekki rétt heldur að Bjarni í Brauðbæ hafi fyrstur boðið upp á Jólahlaðborðið hér á Íslandi s.b. grein sem birtist í Morgunblaðinu.
Í sannleika sagt get ég ekki farið að ljúga upp á sjálfan mig og segja að ég hafi ekki staðið fyrir Jólahlaðborði í Grillinu 1980. Minni mitt er óskeikult í þessu ég var aðstoðarhótelstjóri á Sögu 1980 og átti í miklu basli með að fá Konráð Guðmundsson hótelstjóra til að samþykka Jólahlaðborðið og fékk með semingi að endurtaka það 1981. Um mitt ár 1982 leigði ég allan veitinga-og ráðstefnurekstur Hótel Sögu og var þá minn eigin herra. Ég er ekki í neinum meting með hver var með fyrsta Jólahlaðborðið Grillið á Hótel Sögu eða Brauðbær.
Eftir að ég kom heim aftur eftir langa veru erlendis ( Starfaði sem ráðgjafi í opnum hótela fyrir InterContinental Hotel Group) hef ég orðið var við að hinir og þessir hafa eignað sér verkin mín ( starfað mikið á félagslega sviðinu var mikið í menntamálum og formaður SVG nú SAF í sjö ár ) svo ég er vanur maður.
, sagði Wilhelm í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um fyrsta Jólahlaðborðið á Íslandi.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin