Frétt
Hveiti ekki tilgreint í Vegan lasagna frá PreppUp
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti við Vegan lasagna frá PreppUp sem Mealprep ehf. framleiðir. Ofnæmisvaldurinn hveiti er ekki tilgreindur í innihaldslýsingu vörunnar. Fyrirtækið innkallar vöruna af markaði með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.
Um er að ræða innköllun á öllum lotum og framleiðsludagsetningum:
Vörumerki: PreppUp
Vöruheiti: Vegan lasagna
Framleiðandi: Mealprep ehf.
Lotunúmer/best fyrir dagsetning: Allar lotur/dagsetningar
Dreifing: Hagkaup, Nettó, Iceland, Heimkaup, Krambúðin og Kjörbúðin um allt land
Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti. Viðskipavinir með ofnæmi/óþol skulu ekki neyta vörunnar og farga/skila gegn endurgreiðslu til:
Mealprep ehf. (PreppUp)
Hlíðarsmára 8
201 Kópavogi
Mynd: mast.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas