Vertu memm

Freisting

Hvalkjötið dugði Úlfari í sautján ár

Birting:

þann

Tuttugu tonn af hvalkjöti dugðu veitingamanninum Úlfari Eysteinssyni í sautján ár. Árið 1989, þegar hvalveiðum hér við land var hætt, stóð til að flytja kjötið til Japans en vegna aðgerða grænfriðunga í höfninni í Hamborg var snúið við.

Í þremur gámum var kjöt af langreyði: rengi, gúllas og kjötstykki, sem Úlfar keypti og borgaði fyrir „eftir hendinni,“ samkvæmt samkomulagi við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf.

„Ég var þarna bara skipaður hvalkjötssendiherra landsins því þetta kjöt úr gámnum entist í 17 ár eða þangað til við byrjuðum að veiða hrefnu aftur. Ef þeir hefðu byrjað viku seinna að veiða hefði ég orðið uppiskroppa með hvalkjöt í fyrsta skiptið í sautján ár og það var 2006.“

Úlfar segir áróður grænfriðunga gegn hvalveiðum ekki hafa haft þau áhrif, að vinsældir hvalkjöts hafi dvínað. Raunar þvert á móti. „Það hafa um 530 þúsund manns borðað hér síðan ég opnaði og sjö hafa gengið út vegna þess að það var hvalur á matseðlinum! Þetta er ekkert annað en hávaði í fólki. Fámennur hópur er að búa sér til eitthvað til að hrópa yfir,“ segir Úlfar sem segir marga koma beint úr hvalaskoðunarferðum í mat til sín.

Hann ítrekar að hvalkjöt sé bæði hreint og hollt, frítt við lyf og hormóna. Þetta eigi grænfriðungar að hafa í huga. „Þeir berjast gegn kjarnorkuverum vegna mengunar en svo er ráðist á aðferðina við að skjóta hvalinn og þetta er hreinasta afurðin sem við setjum ofan í okkur.“

Í hnotskurn

  • Hvalkjöt er hrein afurð; frí við lyf og hormóna.
  • Tuttugu tonn af hvalkjöti dugðu Úlfari til 2006.
  • Rengi, gúllas og kjötstykki voru í gámunum.
  • Sjö af 530 þúsund gestum Þriggja frakka gengu út vegna hvals á matseðli.
  • Mótmæli gegn hvalveiðum ekkert annað en hávaði og hróp í fámennum hópi.

Greint frá á Mbl.is

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið